Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiKjörkassi, Lykill, til að opna skrá

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2021-64
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð32 x 22 x 24 cm
EfniJárnsteypa, Plast, Viður

Lýsing

Kjörkassi Fellahrepps. Úr ljósum við og með áföstu loki. Í kringum rifuna á loki kassans er gyllt umgjörð. Framan á er gylltur lás. Kassanum fylgja tveir lyklar. Á lyklakippu er plastmerki með númerinu 205. Sama númer er framan á kassanum. Kassinn hefur verið innsiglaður með rauðu bandi sem fest er í rautt vax á loki og framhlið. Búið er að rjúfa innsiglið.

Var í húsnæði HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) sem var áður ráðhús Fellahrepps. Afhent af starfsmanni HEF. 

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.