LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiCOVID-19, Farsótt
Ártal2020
Spurningaskrá128 Lífið á dögum kórónaveirunnar

LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2020-1-632
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.4.2020/26.11.2020
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Upplýsingar um faraldurinn

Hvenær og hvernig fréttir þú fyrst af kórónavírusnum (COVID-19)? Hvar hefur þú helst sótt þér upplýsingar um veirufaraldurinn?

Fréttamiðlum.Úr kynningum þríeykisins. Og fréttaútsendingar Andrew Coumo ríkisstjóra New York á Facebook sem hafa verið mjög upplýsandi varðandi ástandið vestra. Lokið ýmsir erlendir fréttamiðlar.


Hvernig finnst þér að til hafi tekist við að upplýsa almenning um faraldurinn? Treystir þú upplýsingum frá stjórnvöldum og fjölmiðlum?

Á Íslandi mjög vel. Já, ber fullt traust til þeirra.Kafli 2 af 8 - Viðhorf og líðan

Segðu frá því hvernig að þér leið og hvernig að þú brást við þegar veiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi og á heimsvísu. Hefur líðan þín eða upplifun breyst í takt við stóraukna útbreiðslu veirunnar?

Mér fannst ótrúlegt að átta mig a að ég myndi upplifa heimsfaraldur á mínu lífsskeiði. Mér hefði aldrei órað fyrir því. Það var lyginni líkast að fylgjast með því þegar t.d sum Norðurlöndin fóru að líka landamærum sínum! Hörmungarnar á sjúkrahúsum á Ítalíu í upphafi faraldursins komu mér á óvart og veru afar sorglegar.Ég upplifði fyrst og fremst óvissi um hvað væri framundan hér og í heiminum þegar ég frétti af veirunni. Í fyrstu átti ég ekki von á að ástandið mundi vara svona lengi.


Hefur faraldurinn haft áhrif á andlega líðan þína eða þinna nánustu? Ert þú t.d. hrædd(ur) eða óróleg(ur)? Hvaða ráð hefur þú til að takast á við þetta, ef svo er?

Ótrúlega lítil áhrif, held það sé vegna þess að við erum ekki hrædd en förum þó að öllu með gát. Ég hef aldrei verið hrædd. Líka vegna þess að ég á ekki nána aðstandendur á sjúkrahúsum eða elliheimilum sem ekki mátti heimsækja. Auðvitað hefur líf flestra þó farið úr skorðum að miklu leyti, enginn hefur þó veikst eða misst atvinnu.


Hefur lífsviðhorf þitt og trúarlíf hugsanlega breyst eftir að kórónaveiran gerði vart við sig með jafn afdrífaríkum hætti og raun ber vitni? Hvernig, ef svo er?

Nei. Þetta er þó áminning um að við verðum að breyta lifnaðarháttum okkar og lifa meira í sátt við náttúruna.


Hvernig mundir þú lýsa andrúmsloftinu í þjóðfélaginu eftir að faraldurinn fór af stað?

Það hefur verið svolitið mikið um “hræðsluáróður” sem ég kalla svo. Á við að þetta mikilla flæði upplýsinga frá t.d. Þríeykinu og slagorðin “öll í sama liði”, “hlýðum Víði” o.s.frv. hafa stundum alið á ótta hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Svo hefur þetta verið teygt og túlkað á alla lund þ.a. ef einhver leyfði sér að gera hluti með sínum hætti en þó innan þess sem Almannavarnir/Þríeykið bað um þá fékk viðkomandi á sig þann stimpil að vera “ekki í liðinu” og þannig hefur þetta alið á sundurlyndi.


Hvað finnst þér um að mega ekki lengur heilsa fólki með handarbandi eða að taka utan um það?

Mjög skrítið.Kafli 3 af 8 - Samskipti og einkalíf

Hver eru helstu áhrif faraldursins á fjölskyldu- eða einkalíf þitt? Hvaða áhrif hefur hann t.d. haft á umgengni þína við annað fólk, tómstundir, ferðalög, þátttöku í félagsstarfi o.fl.? Hafa samskipti í gegnum tölvu að einhverju leyti komið í staðinn? Hvernig, ef svo er?

Hef mætt til vinnu alla daga. Félagslíf er ekkert nema í gegnum tölvu sem er betra en ekki. Ferðalög erlendis hafa ekki verið í boði. Margt öðruvísi en ekki slæmt.


Átt þú eða hefur þú átt ættingja eða vini á sjúkrastofnum sem þú hefur ekki fengið að heimsækja eftir að faraldurinn braust út? Hvernig hefur heimsóknarbannið haft áhrif á þig og fjölskyldu þína?

Nei.


Hefur þú eða einhver þér nákomin(n) veikst af COVID-19 veirunni? Viltu segja frá því hvernig reynsla það er?

Nei.


Þarft þú að vera heima vegna þess að þú ert í sóttkví, skólinn lokaður, vinnustaður þinn lokaður eða hálflokaður eða af öðrum ástæðum? Hvað gerir þú helst á daginn, ef svo er? Segðu frá því hvernig það er að vinna heima, ef það er inni í myndinni.

Nei.Kafli 4 af 8 - COVID-19 og börn

Hver eru helstu áhrif faraldursins á börn að þínu mati? Hafa þau börn sem þú þekkir verið frædd um hann og ef svo er með hvaða hætti?

Ég þekki ekki nógu vel til en veit að þetta hefur sett mark sitt á skólagöngu og félagslíf. Félagslega hljóta þau að líða fyrir þetta.Kafli 5 af 8 - Breyttar neysluvenjur?

Hvaða áhrif hefur faraldurinn haft á neysluvenjur þínar? Hefur þú verslað meira en venjulega eða öðruvísi vörur og ef svo er, hvað aðallega? Fæst allt í búðunum sem þú þarft á að halda? Getur þú sagt frá því hvernig það er að fara út og versla?

Lítil. Hef fengið allt sem mig hefur vanhagað um. Óþægilegt að versla með hanska og síðar grímur.Kafli 6 af 8 - Vinnustaðurinn

Getur þú lýst því hvaða áhrif faraldurinn hefur á vinnustað þinn, ef að þú stundar vinnu?

Mikil áhrif. Orð þríeykisins fóru túlkuð þannig að nú ættu allir að fara í fjarvinnu þrátt fyrir að vinnustaðurinn væri vel innan allra marka. Hjá sumum varð þetta spurning um réttindi, þ.e. það er minn réttur að vinna í fjarvinnu. Sumir ákváðu upp á sitt einsdæmi að taka börn úr skóla og halda þeim heima. Flestir töldu sig eða sína tilheyra viðkvæmum hópum. Svolítil taugaveiklun. Ól á sundurlyndi á vinnustaðnum.Kafli 7 af 8 - Eftir faraldurinn

Hvaða breytingar á siðum, vanabundinni hegðun eða íslensku þjóðlífi gæti faraldurinn hugsanlega haft í för með sér? Sérð þú eitthvað jákvætt eða neikvætt í spilunum og þá hvað, ef svo er?

Aukin fjarvinna og vonandi minni loftmengun og greiðfærari umferð. Ferðir erlendis á dagsfundi eða stutta vinnutengda fundi hljóta að leggjast af. Vonandi líka svokallaðar helgarferðir þ.e. örferðalög með tilheyrandi flugferðum. Væntanlega líka aukið hreinlæti fólks sbr. handþvott. Svo er spurning hvort menn fara að hanna húsnæði þannig að auðveldara verði að hólfaskipta því.Kafli 8 af 8 - Sögusagnir og orðrómur

Töluvert hefur verið um orðróm og ýmsar sögusagnir eða flökkusögur, jafnvel brandara, í kringum kórónaveirufaraldurinn og er oft erfitt að greina í sundur hvað er satt og hvað ekki. Með þinni hjálp vill Þjóðminjasafnið gera tilraun til að safna einhverju af þessu efni og varðveita til framtíðar. Segðu frá því sem þér er kunnugt um í þessu sambandi og hvernig þér hafa borist upplýsingar um það.

Ég segi pass.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana