LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiCOVID-19, Farsótt
Ártal2020
Spurningaskrá128 Lífið á dögum kórónaveirunnar

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1981

Nánari upplýsingar

Númer2020-1-631
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.4.2020/24.11.2020
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 8 - Upplýsingar um faraldurinn

Hvenær og hvernig fréttir þú fyrst af kórónavírusnum (COVID-19)? Hvar hefur þú helst sótt þér upplýsingar um veirufaraldurinn?

Upphaflega frétti ég af virusnum þegar fólk byrjaði að veikjast í Kína. Þá gegnum fréttasíður á netinu fyrst og fremst. Þar sem ef starfa i framlinu heilbrigðiskerfisins a Íslandi þá fylgdist maður vel með og fljotlega var farið að setja i gang aætlun um hvernig við myndum bregðast við..A fréttamiðlum, samfelagsmiðlum og gegnum útvarp og sjónvarp.


Hvernig finnst þér að til hafi tekist við að upplýsa almenning um faraldurinn? Treystir þú upplýsingum frá stjórnvöldum og fjölmiðlum?

Upplýsingagjöf hefur frá fyrsta degi verið mjög skýr og góð. Daglegir upplýsingafundir sem eru svo vel útlistaðir i fjölmiðlum, sérr hnappar a vefsiðum með samantekt fretta um covid og svo loks covid.is. Auglysingar i útvarpi og á auglysingastöndum um borgina.Ég treysti upplýsingum um faraldurinn i flestum islenskum fjölmiðlum.Kafli 2 af 8 - Viðhorf og líðan

Segðu frá því hvernig að þér leið og hvernig að þú brást við þegar veiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi og á heimsvísu. Hefur líðan þín eða upplifun breyst í takt við stóraukna útbreiðslu veirunnar?

Almennt séð leið mér ágætlega. Í fyrstu bylgju for mjög mikil vinna i að aðlaga vinnustaðinn að veikinni og þar var búist við hinu versta. Mjög mikið álag i vinnu og streita vegna alags og leiðbeininga sem sifellt voru að breytast. Örlítill uggur vegna óvissu. I seinni bylgju minna slikt álag þar sem verklag var komið i vana og verið aðlagað en meiri þreyta heimavið og leiðindar einangrun bæði hja börnum og fullorðnum. Börnin áttu auðveldara með fyrstu bylgjuna.Liðan þannig meiri kviði og streita fyrst vegna óvissu og mikilla breytinga, vinnuálags og álags á heimili. Nú siðar meiri þreyta á ástandinu og leiði en síður kviði eða streita.


Hefur faraldurinn haft áhrif á andlega líðan þína eða þinna nánustu? Ert þú t.d. hrædd(ur) eða óróleg(ur)? Hvaða ráð hefur þú til að takast á við þetta, ef svo er?

Sjá að ofan. Ekki til lengri tima, meira beint vegna ástands hverju sinni. Í vinnunni sé ég meiri andleg ahrif a skjólstæðinga mina, meira langvarandi og alvarlegri kviði, þunglyndi, einmannaleiki og einangrun.Sjálf er ég hvorki hrædd né óróleg.Tekst á við einn dag i einu, reyni að finna gleði og þakklæti i litlu hlutunum i kringum mig og horfi bjartsýn til betri tima.


Hefur lífsviðhorf þitt og trúarlíf hugsanlega breyst eftir að kórónaveiran gerði vart við sig með jafn afdrífaríkum hætti og raun ber vitni? Hvernig, ef svo er?

Ekki viss um að lífsviðhorf hafi breyst mikið þó mögulega hafi komið mér á óvart hversu vel gekk að hægja á öllu og draga ur virkni og fjölda hluta sem allir voru að gera. Þannig gæti eg mögulega verið rolegri i framhaldi og reynt að njota meira litlu hlutanna og samveru með fjölskyldu og vinum. Taka ekki öllu, ss ferðalögum, sem sjalfsögðum hlut.


Hvernig mundir þú lýsa andrúmsloftinu í þjóðfélaginu eftir að faraldurinn fór af stað?

Fyrst þessi mikla samstaða um að takast á við þetta saman, allir fylgdu reglum úti hið ýtrasta. I siðari bylgjum meiri þreyta, reglum ekki fylgt eins vel og hærri óánægjuraddir og sundrung.Upphaflega meiri samstaða og samkennd fólks, ss með þvi að raða böngsum i glugga til að gleðja börn, almennt meiri þolinmæði ss i heilbrigðiskerfinu.Siðar meiri pirringur og styttri þráður, etc tengt lengd, þreytu og auknum fjárhagsáhyggjum hja mörgum.


Hvað finnst þér um að mega ekki lengur heilsa fólki með handarbandi eða að taka utan um það?

Mér hefur allan tímann fundist það erfitt. Stunda vinnu þar sem eg tek vanalega i fjölmargar hendur daglega og nota snertingu (og andlitsmimik skiptir lika máli)Fyrst erfitt að venja sig af því, svo augljóst hve mikil nánd tapast, svo söknuður.Kafli 3 af 8 - Samskipti og einkalíf

Hver eru helstu áhrif faraldursins á fjölskyldu- eða einkalíf þitt? Hvaða áhrif hefur hann t.d. haft á umgengni þína við annað fólk, tómstundir, ferðalög, þátttöku í félagsstarfi o.fl.? Hafa samskipti í gegnum tölvu að einhverju leyti komið í staðinn? Hvernig, ef svo er?

Faraldurinn hefur ekki haft mikil áhrif a fjölskyldulif svo sem. Mögulega erum við meira saman en ef einhver áhrif þá jákvæð. Samband við maka betra.Félagslega mikil áhrif, augljós skerðing á félagslifi orðin erfið og söknuður eftir þvi mikill. Dregur mig niður. Ferðast almennt mjög mikið og sakna þess. Virk i félagsstarfi sem hefur dottið út. Vont að ná minni hreyfingu.Samskipti gegnum tölvu hafa komið að litlum hluta i staðinn en höfða ekki til mín og hafa þvi ekki veitt mér það sem skorti með þvi sem hefur dottið út.


Átt þú eða hefur þú átt ættingja eða vini á sjúkrastofnum sem þú hefur ekki fengið að heimsækja eftir að faraldurinn braust út? Hvernig hefur heimsóknarbannið haft áhrif á þig og fjölskyldu þína?

Nei, hef ekki upplifað það.


Hefur þú eða einhver þér nákomin(n) veikst af COVID-19 veirunni? Viltu segja frá því hvernig reynsla það er?

Nei enginn.


Þarft þú að vera heima vegna þess að þú ert í sóttkví, skólinn lokaður, vinnustaður þinn lokaður eða hálflokaður eða af öðrum ástæðum? Hvað gerir þú helst á daginn, ef svo er? Segðu frá því hvernig það er að vinna heima, ef það er inni í myndinni.

Hef unnið heima hluta timans (vinnustað um tima skipt upp) á sama tima voru börn minna i skóla og maki heima. Starf mitt byggir a persónulegum samtölum við fólk. Það var þvi áskorun að vinna heima þegar öll fjölskyldan var heima og ná aðUppfylla væntingar barna og kerfis þeirra til þess sem maður atti að sinna af þeirra námi heimavið.Það olli á timabili miklu álagi og þurfti að púsla hlutum. Annars gengið nokkuð vel.Kafli 4 af 8 - COVID-19 og börn

Hver eru helstu áhrif faraldursins á börn að þínu mati? Hafa þau börn sem þú þekkir verið frædd um hann og ef svo er með hvaða hætti?

Aukin einangrun, minna félagslíf. Mikill missir af þvi að tómstundir fellu niður. Min börn hafa borið sig vel og gengið vel gegnum þetta en veit svo er ekki með öll börn. Mörg upplifa kviða, depurð og óöryggiBörnin hafa fengið mikla fræðslu um covid og eru vel meðvituð um faraldurinn.Kafli 5 af 8 - Breyttar neysluvenjur?

Hvaða áhrif hefur faraldurinn haft á neysluvenjur þínar? Hefur þú verslað meira en venjulega eða öðruvísi vörur og ef svo er, hvað aðallega? Fæst allt í búðunum sem þú þarft á að halda? Getur þú sagt frá því hvernig það er að fara út og versla?

Fer minna út svo borða meira heima. Um tima fórum við sjaldnar i búð, 1x i viku frekar en nánast daglega eins og vaninn er. Hafði agæta kosti i för með ser. Innihald neyslu liklega lítið breyst utan færri veitingahusaferða.Hef mest verslað nauðsynjavörur og dregið ur öðru.Allt fengist i búðum af nauðsynjum en skortur a öðrum vörum - minna urval af fötum, tækjum etc.Skortur a likamsræktarvörumLeiðinlegra að fara í búð með maska og i raun veigrar maður ser frekar við það, fer stuttar ferðir, einn og reynir að vera snöggur. Er ekki að skoða, undirbýr sig fyrirfram með þvi að skoða netið og skrifar lista.Kafli 6 af 8 - Vinnustaðurinn

Getur þú lýst því hvaða áhrif faraldurinn hefur á vinnustað þinn, ef að þú stundar vinnu?

Vinn á heilsugæslu, vinnnan breyst mikið á þessum tima. I fyrstu bylgju sáum við um allar sýnatökur og leiðbeiningar v covid til viðbótar við almenna vinnu. Verklagi breytt mikið, öllum boðin simaviðtöl i hámörkum bylgna. Sér sýkingarmottökur f fólk með sykingareinkenni sem tekið er á móti annars staðar i húsinu en þar sem aðrir mæta. Alagi dreift. I hámarki bylgna tviskipt starfslið með helming i heimavinnu.Meira álag almennt en vanalega ofan á tiðar breytingar og aðlögun.Kafli 7 af 8 - Eftir faraldurinn

Hvaða breytingar á siðum, vanabundinni hegðun eða íslensku þjóðlífi gæti faraldurinn hugsanlega haft í för með sér? Sérð þú eitthvað jákvætt eða neikvætt í spilunum og þá hvað, ef svo er?

Eg hefði haldið að langvarandi áhrif á hegðun og þjóðlif verði mun minni en spáð hefur verið fyrir. Fólk verður fegið þegar astandið er liðið hjá og verður fljótt að breyta hegðun sinni til baka. Imynda mer að islendingar verði sneggri að þessu en aðrar þjoðir. Hins vegar gæti notkun maska aukist hjá áhættuhópum.Kafli 8 af 8 - Sögusagnir og orðrómur

Töluvert hefur verið um orðróm og ýmsar sögusagnir eða flökkusögur, jafnvel brandara, í kringum kórónaveirufaraldurinn og er oft erfitt að greina í sundur hvað er satt og hvað ekki. Með þinni hjálp vill Þjóðminjasafnið gera tilraun til að safna einhverju af þessu efni og varðveita til framtíðar. Segðu frá því sem þér er kunnugt um í þessu sambandi og hvernig þér hafa borist upplýsingar um það.

Óviss með svar hér.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana