LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniKjóll, Kona, Snjór, Tröppur

Sveitarfélag 1950Kaldrananeshreppur
Núv. sveitarfélagKaldrananeshreppur
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2020-24-15
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiÍsak Pétur Lárusson 1957-

Lýsing

Dökkhærð kona stendur við hlið steyputrappa sem liggja upp að húsi, og heldur á einhverju.

Guðrún Jónsdóttir, Gógó, dóttir Jóns Péturs og Magndísar. Húsið er líklega hús föður hennar á Drangsnesi. Kjallarinn stendur enn, og Theódór Magnússon frá Ósi byggði nýtt ofan á.

Mynd úr safni foreldra Ísaks Lárussonar sem eru frá Drangsnesi og Hellu á Selströnd.

Þetta aðfang er í Sauðfjársetri á Ströndum. Safnið varðveitir yfir 1000 muni, fjölda skjala og bóka, nokkur listaverk, u.þ.b. 2000 eldri ljósmyndir og um 4000 samtímamyndir. Einnig er safnað minningum Strandamanna og margvíslegum fróðleik með spurningaskrám og viðtölum. Árið 2017 stendur yfir skráningarátak þar sem upplýsingar um eldri myndir og muni eru skráðar í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.