LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


MyndefniBátur, Eyja, Fjara, Strönd

StaðurGrímsey
ByggðaheitiSteingrímsfjörður
Sveitarfélag 1950Kaldrananeshreppur
Núv. sveitarfélagKaldrananeshreppur
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2020-24-12
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiÍsak Pétur Lárusson 1957-

Lýsing

Fimm bátar uppi í fjöru, einn lítill á sjó og Grímsey í bakgrunni. Myndin er tekin fyrir utan stað sem kallast Forvaðinn.

Athugasemd frá Bjarna Theódóri Bjarnasyni og föður hans:
"Næst líklega Reynir ST, eig. Magnús Guðmundsson í Hamravík, þar næst Fjöðrin ST, eig. Andrés Magnússon, eða Farsæll ST, eig. Benjamín frá Eyjum, líklega þar þar næst Sæbjörg ST, eig. Magnús Guðmundsson Torfasonar, eða Sævar ST, eig. Hallfreður Bjarnason og Lárus Guðmundsson. Hvíti báturinn nr. 4 í röðinni gæti verið Svalan, eig. Lárus Guðmundsson, smíðaður af Jörundi á Hellu. Gráu bátarnir fjærst eru bringingarbátarnir (uppskipunarbátarnir), stórir trillubátar áður sem Torfi Guðmundsson og Jón Guðmundsson Torfasynir frá Drangsnesi áttu. Þetta er gisk hjá pabba og heldur hann að myndin sé tekin í kringum ´48-´50."

Mynd úr safni foreldra Ísaks Lárussonar sem eru frá Drangsnesi og Hellu á Selströnd.

Þetta aðfang er í Sauðfjársetri á Ströndum. Safnið varðveitir yfir 1000 muni, fjölda skjala og bóka, nokkur listaverk, u.þ.b. 2000 eldri ljósmyndir og um 4000 samtímamyndir. Einnig er safnað minningum Strandamanna og margvíslegum fróðleik með spurningaskrám og viðtölum. Árið 2017 stendur yfir skráningarátak þar sem upplýsingar um eldri myndir og muni eru skráðar í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.