LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniBygging, Fjara, Girðing, Haf, Sjór, Tún
Ártal1945-1948

StaðurHamarsbæli
ByggðaheitiDrangsnes
Sveitarfélag 1950Kaldrananeshreppur
Núv. sveitarfélagKaldrananeshreppur
SýslaStrandasýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2020-24-11
AðalskráMynd
UndirskráAlmennt myndasafn
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiÍsak Pétur Lárusson 1957-

Lýsing

Í forgrunni er stórt tún í smá halla og girðing. Þar fyrir aftan sést í nokkur hús.

Athugasemd frá Birni H. Björnssyni:

"Árni Andrésson keypti 1/3 úr landi Gautshamars árið 1929. Í æsku minni gengu allar þær byggingar sem sjást með sjónum í daglegu tali undir nafninu Hamarsbæli eða bara Bælið. Ef ég byrja fjærst sjáum við: 1. Hjallur Jóns Atla Guðmundssonar, byggður 1932, endurbyggður 2004 af áhugamönnum. 2.Líklega fiskverkunarhús. 3. Íbúðarhús fósturforeldra minna Halldórs og Matthildar og Hermanns bróður hennar, byggt 1939 og stendur enn. Síðar eign Jóhanns Snæfeld. 4.Skemma sömu eigenda. 5. Sýnist móta fyrir tveimur litlum byggingum og einni lengra til vinstri, ég næ þvi ekki alveg, en á þeim slóðum var um tíma lítið bókasafnshús og slóggryfja. 6. Hús Árna Andréssonar byggt 1935 og er nú Hafnarbraut 7, Grímeyjarhús á Hólmavík. 7. Hús Karls Guðmundssonar, sem Árni byggði innan við Forvaðann á Drangsnesi 1924 og flutti hingað 1929 og seldi Karli, 1935. 8. Næ ekki alveg rústunum til vinstri, gætu hafa verið gripahús frá Hamri. Með fyrirvara um misminni."

Mynd úr safni foreldra Ísaks Lárussonar sem eru frá Drangsnesi og Hellu á Selströnd.

Þetta aðfang er í Sauðfjársetri á Ströndum. Safnið varðveitir yfir 1000 muni, fjölda skjala og bóka, nokkur listaverk, u.þ.b. 2000 eldri ljósmyndir og um 4000 samtímamyndir. Einnig er safnað minningum Strandamanna og margvíslegum fróðleik með spurningaskrám og viðtölum. Árið 2017 stendur yfir skráningarátak þar sem upplýsingar um eldri myndir og muni eru skráðar í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.