LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlafur Sveinn Gíslason 1962-
VerkheitiDeila með og skipta
Ártal1998

GreinNýir miðlar, Nýir miðlar - Innsetningar

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-8067-1
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

HöfundarétturMyndstef , Ólafur Sveinn Gíslason 1962-

Lýsing

"Deila með og skipta" skapar snertiflöt á milli atvinnulífs og listaheims. Að verkinu vann listamaðurinn með sex einstaklingum úr atvinnulífinu sem ekki tengdust listum á neinn hátt. Þetta fólk var starfsfólk fyrirtækjanna Nóa-Síríusar, Egils Skallagrímssonar, Mjólkursamsölunnar, Granda hf., Áburðarverksmiðjunnar og Kassagerðar Reykjavíkur. Einn starfsmaður frá hverju fyrirtæki fékk svo að skapa verk á vinnustofu listamannsins út frá sínu starfi, reynslu og lífssýn.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.