LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Bárður Sigurðsson 1877-1937
MyndefniÞjóðhátíð
Ártal1911

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBS-633
AðalskráMynd
UndirskráBárður Sigurðsson
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf

Lýsing

Aldarminning Jóns Sigurðssonar á Klifhagaengjum í Öxarfirði árið 1911.


Sýningartexti

Sýningin Ljósmyndari Mývetninga - mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar.

Myndasalur Þjóðminjasafns Íslands 29. janúar - 2. maí 2011.

Þjóðminning í Öxarfirði 1911

Aldarafmælis Jóns Sigurðssonar minnst sumarið 1911 á hátíðarsamkomu á Klifshagaengjum á vegum Ungmennafélags Öxfirðinga. Hrís hefur verið tínt saman til að skreyta hátíðarpallinn. Athygli vekur mynd af Jóni Sigurðssyni forseta sem hangir undir hrísboganum. Á samkomunni voru flutt minni Jóns Sigurðssonar, klukkustundarlangt, Íslands, Norður-Þingeyjarsýslu, ungmennafélaganna og Skúla Magnússonar. Glíma, sund, dans og kappreiðar voru einnig til skemmtunar. Veislutjald er opið með tveimur bekkjum og líklega er veitingatjald þar við hliðina á. Fjöldi hesta hefur dreift sér um flatirnar og er áhugavert hve margir þeirra eru gráir. (ILB)


Heimildir

Þessi mynd er ekki skráð í Myndabók Bárðar.

Eftir fráfall Bárðar árið 1937 seldi Sigurbjörg Sigfúsdóttir ekkja hans Eðvarði Sigurgeirssyni ljósmyndara á Akureyri plötusafn hans, sem varðveitti það mjög vel í upprunalegum umbúðum Bárðar í húsi sínu, Möðruvallastræti 4 á Akureyri. Eftir fráfall Eðvarðs og Mörtu Jónsdóttur konu hans,  komu börn þeirra Egill Eðvarðsson og Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir safni Bárðar til varðveislu á Minjasafnið á Akureyri. Safnið samanstendur af um 850 glerplötum sem eru bæði mannamyndir og útimyndir af ýmsum toga. Ljóst er að þetta er ekki allt glerplötusafn Bárðar því fleiri myndir eru til eftir hann, sem ekki eru í þessu plötusafni.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.