LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HlutverkListaverk
TegundTréverk
Ártal2000

StaðurGröf
Annað staðarheitiGrafarholt, Suður-Gröf
Sveitarfélag 1950Mosfellshreppur
Núv. sveitarfélagMosfellsbær
SýslaKjósarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer181179-199
AðalskráFornleifar
UndirskráAlmenn fornleifaskrá


Staðhættir

Fuglahús eftir Kristínu Reynisdóttur var við skógarstíg í skógræktarreit við Suðurlandsveginn. Verkið samanstóð af litlum marglitum fuglahúsum. 

Árið 2000 var Reykjavík útnefnd ein af níu menningaborgum Evrópu. Í tilefni menningarborgarársins voru listamenn fengnir til að gera listaverk fyrir sýninguna Landlist við Rauðavatn sem var á dagskrá menningarborgar Evrópu það ár. Sautján listamenn unnu að sýningunni með aðstoð nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur, við Rauðavatn og uppi á heiði.[1]


[1] Leiðarkort um sýninguna: Landlist við Rauðavatn.


Lýsing

Gengið var inn eftir skógarstígnum í vestur og vestast í skógarjaðrinum fannst trjábolur með plötu ofaná.   


Heimildir

Lesbók Morgunblaðsins. (15. júlí 2000). „List í samspili við náttúruna“, bls. 6-7.

Morgunblaðið. (12. október 2000). „Listir“, bls. 29.

Landlist við Rauðavatn. (2000). Sýningarskrá gefin út af: Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og Vinnuskóli Reykjavíkur.

Landsupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR). Loftmyndir.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.