LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HlutverkListaverk
TegundHeimild
Ártal2000

StaðurGröf
Annað staðarheitiGrafarholt, Suður-Gröf
Sveitarfélag 1950Mosfellshreppur
Núv. sveitarfélagMosfellsbær
SýslaKjósarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer181179-198
AðalskráFornleifar
UndirskráAlmenn fornleifaskrá


Staðhættir

Skáldskapur skógarins var hugmynd Guðrúnar Veru Hjartardóttur og Elsu Dórótheu Gísladóttur og samvinnuverkefni Elsu, Veru, Aðalsteins og Helgu. Samkvæmt teikningu var verkið viðarstígur. Var við skógarstíg í skógræktarreit við Suðurlandsveginn. Staðsetning fengin frá sýningarskrá.

Árið 2000 var Reykjavík útnefnd ein af níu menningaborgum Evrópu. Í tilefni menningarborgarársins voru listamenn fengnir til að gera listaverk fyrir sýninguna Landlist við Rauðavatn sem var á dagskrá menningarborgar Evrópu það ár. Sautján listamenn unnu að sýningunni með aðstoð nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur, við Rauðavatn og uppi á heiði.[1]


[1] Leiðarkort um sýninguna: Landlist við Rauðavatn.


Lýsing

Engin ummerki fundust við skógarstíginn.     


Heimildir

Lesbók Morgunblaðsins. (15. júlí 2000). „List í samspili við náttúruna“, bls. 6-7.

Morgunblaðið. (12. október 2000). „Listir“, bls. 29.

Landlist við Rauðavatn. (2000). Sýningarskrá gefin út af: Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 og Vinnuskóli Reykjavíkur.

Landsupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR). Loftmyndir.

Þetta aðfang er í Borgarsögusafni Reykjavíkur. Safnið varðveitir um 29.000 lausa muni, um 6 milljónir ljósmynda og um 4000 muni sem tengjast sjósókn auk safnhúsa í Árbæjarsafni. Flutningur gagna úr eldri grunnum er vel á veg kominn. Hins vegar á eftir að taka ljósmyndir af stórum hluta safnkostsins. Á fornleifaskrá eru 2500 fornleifar og 20.000 jarðfundnir gripir og í húsaskrá Reykjavíkur eru skráð um 6500 mannvirki.