Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlöf Einarsdóttir 1959-
VerkheitiRuðningur
Ártal2008

GreinTextíllist
Stærð235 x 40 x 5 cm
EfnisinntakGróður, Náttúra

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11637
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniHampur, Hrosshár, Hör
AðferðTækni,Textíltækni,Vefnaður,Spjaldvefnaður
HöfundarétturMyndstef , Ólöf Einarsdóttir 1959-

Sýningartexti

Innblásturinn að verkinu Ruðningur er sóttur í íslenska náttúru eins og gildir um flest verka Ólafar Einarsdóttur. Iðulega gerir hún tilraunir með form og liti, sem kalla fram ýmis náttúrufyrirbæri þar sem samspil þessara grunnþátta mynda sterka sjónræna heild. Hræringar í náttúrunni og það sem ólgar undir niðri hefur verið Ólöfu hugleikið umfjöllunarefni um árabil og sér hún ýmsar hliðstæður í tilfinningalífi fólks og hreyfingum og umróti jarðarkúlunnar. Veltir hún þannig fyrir sér tengslum náttúrunnar við manninn. Í verkum sínum notar Ólöf meðal annars spjaldvefnað, sem er ævaforn aðferð sem nýttist aðallega við gerð nytjahluta en var lítið notuð í myndverk og sjaldan með eins nýstárlegum hætti og sjá má í þessu verki Ólafar. Spjaldvefnaður er mjög tímafrek aðferð við vefnað sem barst hingað með landnámsmönnum og var mikið notuð allt fram á 20. öld við að vefa mynstruð bönd, eins og styttubönd, axlabönd, ólar og tauma. Eins og nafnið gefur til kynna er spjaldvefnaður ofinn á þar til gerð spjöld sem geta verið misjöfn að lögun. Á hornum spjaldanna eru göt sem uppistöðuþræðirnir eru dregnir í gegnum en vefarinn hefur spjöldin í greip sinni og snýr þeim til að mynda skil fyrir ívaf.

 

The inspiration for Growth derives from Icelandic nature, as is true of most of Ólöf Einarsdóttir’s works. In her art she often experiments with form and colour, presenting natural phenomena in which the interplay of these fundamental factors makes for a powerful visual entity. She has long been interested in the subject of turbulence in nature and what is fermenting below; and she sees certain parallels between people’s emotional lives and the movement and upheaval of the planet. Thus, she constantly addresses the relationship between nature and humanity. For example, Ólöf uses tablet weaving, which is an ancient method mostly used in the making of practical objects, but little used for visual works and rarely in as innovative a manner. Tablet weaving is a very time-consuming method that came to Iceland with the early settlers around 900 AD. It was much used until the 20th century for weaving patterned strips, for instance for straps and reins, braces to hold up trousers, and bands used by women to hitch up their skirts. As the name implies, the method makes use of tablets, of various shapes. At the corners are holes through which the warp is threaded. The tablets are held in the hands and turned to form a shed for the weft.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.