LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞorvaldur Þorsteinsson 1960-2013
VerkheitiSöngskemmtun
Ártal1998

GreinNýir miðlar, Nýir miðlar - Innsetningar
EfnisinntakFatnaður, Söngur, Yfirhöfn

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-7387
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

HöfundarétturMyndstef , Þorvaldur Þorsteinsson-Erfingjar -2013

Lýsing

Framan við læstar dyr blasir við fatahengi, fullt af yfirhöfnum eldri borgara af báðum kynjum. Yfir fatahemnginu er ígreypt plastskilti sem á stendur: “Ekki er tekin ábyrgð á yfirhöfnum”. Upp við vegginn liggur plastpoki (með útiskóm) og kvenveski, sem e.t.v. hefur gleymst þarna á gólfinu. Í vösum yfirhafnanna eru hanskar og í einum má sjá bók í plastpoka. Treflar og slæður nokkuð áberandi., hangandi á herðatrjánum í hálsmálum yfirhafnanna. Þegar komið er nær má finna ilminn af ólíkum ilmvatns- og rakspírategundum sem tilheyrt gætu eldri borgurum. Í gegnum læstar dyrnar berst kórsöngur. Kór eldri borgara syngur íslensk kórlög fyrir fullum sal af fólki. Við heyrum sönginn, klappið og kynningar kórstýrunnar. Á hurðinni er miði sem á er handskrifað: “Athugið. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að söngskemmtunin hefst”. 

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.