Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Bárður Sigurðsson 1877-1937
MyndefniBlómapottur, Glímumaður, Heimili, Íþróttir, Samkynhneigð, Veggmynd
Nafn/Nöfn á myndGuðmundur Sigurjónsson Hofdal 1883-1967
Ártal1909

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBS-367
AðalskráMynd
UndirskráBárður Sigurðsson

Lýsing

Guðmundur Sigurjónsson glímukappi og ólympíufari á heimili sínu í Reykjavík.

Guðmundur var fæddur 15. apríl 1883 á Litluströnd í Mývatnssveit, sonur hjónanna Friðfinnu Davíðsdóttur og Sigurjóns Guðmundssonar. Hann var næstyngstur tíu systkina. Meðal bræðra Guðmundar var Benedikt, Fjalla-Bensi, sem sagður er fyrirmynd nafna síns í Aðventu Gunnars Gunnarssonar.

Guðmundur var einn af Ólympíuförunum 1908, flutti til Kanada, og tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var þjálfari Vestur-Íslensku íshokkí sveitarinnar Fálkanna, sem sigruðu á Ólympíuleikunum í Andwerpen 1920. Sama ár flutti hann aftur til Íslands. Guðmundur var bindindismaður og ötull baráttumaður gegn áfengisneyslu. Hann gekk í stúku og var íþróttakennari í Reykjavík.

Dæmdur 1924 fyrir samkynhneigð og sat inni í 4 mánuði.


Heimildir

Myndabók Bárðar Sigurðsson, varðveitt á Minjasafninu á Akureyri.

Eftir fráfall Bárðar árið 1937 seldi Sigurbjörg Sigfúsdóttir ekkja hans Eðvarði Sigurgeirssyni ljósmyndara á Akureyri plötusafn hans, sem varðveitti það mjög vel í upprunalegum umbúðum Bárðar í húsi sínu, Möðruvallastræti 4 á Akureyri. Eftir fráfall Eðvarðs og Mörtu Jónsdóttur konu hans,  komu börn þeirra Egill Eðvarðsson og Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir safni Bárðar til varðveislu á Minjasafnið á Akureyri. Safnið samanstendur af um 850 glerplötum sem eru bæði mannamyndir og útimyndir af ýmsum toga. Ljóst er að þetta er ekki allt glerplötusafn Bárðar því fleiri myndir eru til eftir hann, sem ekki eru í þessu plötusafni.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.