LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSíldardiskur
Ártal1930-1970

Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiÞór Jóhannsson 1961-

Nánari upplýsingar

Númer960913-2
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð22,22 x 22,22 x 2,4 cm
EfniStál

Lýsing

Síldardiskur úr emeleruðu stáli, hvítur með blárri brún. Síldardiskar voru notaðir til þess að strá salti yfir síldarlögin í tunnunni. Oftast voru slíkir diskar matardiskar úr járni, emeleraðir, en einstaka sinnum úr plasti.

Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri var ekki hrifin af því að síldarstúlkurnar notuðu disk við matjessöltun og bannaði þeim það. Hann áleit að diskarnir væru ekki til að flýta fyrir, heldur þvert á móti. Hann taldi diskana líka skaðlega á margan hátt. Stúlkurnar mokuðu síld með diskunum úr stampinum í bjóðin og um leið blóði og óhreinindum, sem annars hefðu hripað úr síldinni, ef hún væri tekin með höndunum. Ekki þykir Magnúsi heppilegt að nota diskinn við söltun, hann segir að þannig fari saltið alltaf að einhverju leyti til spillis á planið. Með því að nota diskinn við söltun dreyfist saltið auk þess illa í lögin. (Magnús Vagnsson. Handbók síldarvekunarmanna, bls. 53).


Heimildir

Magnús Vagnsson. Handbók Síldarverkunnarmanna. Siglufjarðarprentsmiðja, 1939. 

Gefin út á kostnað síldarútvegsnefndar

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.