Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiLogbók
MyndefniLogbók
Ártal1977

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiOddur Ármann Pálsson 1932-2023

Nánari upplýsingar

Númer2020-6-127
AðalskráMunur
UndirskráStyrkverkefni-Safnasjóður, Almenn munaskrá
Stærð26,9 x 21,2 x 1,8 cm
EfniPappír
TækniTækni,Prentun

Lýsing

Logbók, leiðabók flugvélarinnar TF-FLA, sem nefnd var Leifur Eiríksson og var í eigu Flugleiða. Loftleiðir höfðu leigt flugvélina af Seaboard World Airlines frá árinu 1970 og var hún þá skrásett N8633 en Flugleiðir eignaðist vélina í ágúst 1975. Flugvélin var af gerðinni Douglas DC-8-63, smíðuð 1968, raðnúmer 46020. 

Flugleiðir leigðu Cargolux vélina frá júlí 1975 til mars 1978 og var hún þá nýtt til vöruflutninga. Flugleiðir tóku síðan flugvélina í notkun til farþegaflutninga. 

TF-FLA fórst á Sri Lanka í mannskæðasta flugslysi íslenskrar flugsögu þann 15. nóvember 1978, 183 fórust.

Logbókin er fjórða bókin af sex logbókum vélarinnar sem varðveittar eru á Flugsafninu. Fyrsta færslan er skráð 25. júní 1977 og sú síðasta 23. desember 1977.

Logbókin er blá að lit með svörtum kili, með harðri kápu og á henni miðri stendur með gylltum stöfum: “Loftleiðir hf. Leiðabók.” 

Flugfélagið Loftleiðir var stofnað 10. mars 1944 af flugmönnunum Alfreð Elíassyni, Kristni Olsen og Sigurði Ólafssyni. Félagið sameinaðist Flugfélagi Íslands árið 1973 og úr varð flugfélagið Flugleiðir, síðar Icelandair. 

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.