Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurHallgerður G Hallgrímsdóttir 1984-
Verkheitidauðadjúpar sprungur
Ártal2015-2018

GreinNýir miðlar - Innsetningar
Eintak/Upplag1/1
EfnisinntakDauði, Sorg

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11545-0
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

HöfundarétturHallgerður G Hallgrímsdóttir 1984-, Myndstef

Sýningartexti

Með vísun í Vögguljóð Jóhanns Sigurjónssonar, „Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur“, fangar Hallgerður djúpstæðan harm ... að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Það er ógerningur að gefa raunsanna mynd af lífinu en með hjálp ljósmyndavélarinnar má nálgast hughrif og tilfinningar sem geta skapað ákveðið hugarástand hjá áhorfandanum sem væntanlega dýpkar skilning hans á tilverunni. Sár reynsla listakonunnar og sorg endurspeglast í verkinu sem hún vann eftir að dóttir hennar fæddist andvana. „Dagarnir urðu seigfljótandi, einhver er að elta mann og maður reynir að hlaupa en tekst það ekki. Myndavélin var á milli mín og heimsins.“ Bleik tjöldin skapa fjarlægð milli þessara heima. Við mikil áföll vakna spurningar um hvernig við verjum tímanum. Ljósmyndirnar voru teknar á mánuðunum eftir áfallið.

 

Hallgerður’s title references the melancholy lullaby Sofðu unga ástin mín by Jóhann Sigurjónsson, from his play about 18th-century outlaw Eyvindur of the Mountains. Quoting the line “In the glacier deathly-deep crevasses echo,” Hallgerður captures the tragic undertone of the lullaby, sung to a child doomed to die, that people “love, lose, grieve and miss.” It is impossible to give a realistic view of life, but through photography it is feasible to approach impressions and emotions, which may be conducive to a certain state of mind in the observer, thus hopefully deepening their understanding of existence. The artist’s own painful experience and sorrow are reflected in the work, which she made after giving birth to a still-born daughter. “The days became viscous – someone’s chasing you and you try to run but you can’t. The camera was between me and the world.” The pink curtains establish distance between the two worlds. When we go through trauma, questions arise about how we spend our time. The photographs were taken during the months after Hallgerður’s loss. RP


Heimildir

This Island Earth, Galleri Image í Árósum, 2017. Sýningarskrá

Less is North, Listasafn Færeyja, 2019. Sýningarskrá

Sigrún Alba Sigurðardóttir, „Að draga andann – Ljóðræn frásögn í íslenskri og norrænni samtímaljósmyndun“, Fegurðin er ekki skraut, Fagurskinna 2020, bls. 255-257. Greinina má finna á ensku hér: https://www.mdpi.com/2076-0752/9/4/129 og heitir Poetic Storytelling in Contemporary Photography. Relation to Nature and the Poesis of Everyday Life in Works of Selected Artist in Iceland and Other Nordic Countries.
Umfjallanir um sýninguna í Ramskram má finna hér:

https://www.man.is/frettir/hallgerdur-synir-ljosmyndir-teknar-eftir-ad-dottir-hennar-faeddist-andvana/

https://www.frettabladid.is/lifid/djupt-ad-rotum-hjartasorgar/

https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1746202%2F%3Ft%3D208191111&page_name=grein&grein_id=1746202


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.