LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVerðlaunapeningur
TitillSSÍ
Ártal1983

ByggðaheitiAkranes
Sveitarfélag 1950Akranes
Núv. sveitarfélagAkraneskaupstaður
SýslaBorgarfjarðarsýsla
LandÍsland

GefandiRagnheiður Runólfsdóttir 1966-
NotandiRagnheiður Runólfsdóttir 1966-

Nánari upplýsingar

Númer2020-564-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð4 cm
Vigt26 g
EfniKoparblanda

Lýsing

Innanhúsmeistaramót Íslands í sundi 1983, 1. v.l. í 400 m. fjórsund kvenna. Tími: 05.25,37 mín. 

Þvermál: 4 sm.

Verðlaunapeningar úr eigu Ragnheiðar Runólfsdóttur (1966-) sem hún fékk á tímabilinu 1977 til 1992, en hætti hún að keppa í sundi.

Ragnheiður er einn fremsti afreksmaður Íslendinga fyrr og síðar í sundi, með þeim fremstu í heiminum á sínum tíma. Hún var kjörin íþróttamaður ársins 1991, önnur kvenna til að hljóta þann titil og einnig var hún annar Skagmaðurinn sem hlaut þessa nafnbót.
Ragnheiður tók þátt í Ólympíuleikunum í Seoul í Suður Kóreu árið 1988 og Barcelona á Spáni árið 1992. Setti hún um 200 Íslandsmet í mörgum sundgreinum.
Eftir að hún hætti keppni, hóf hún feril sem sunþjálfari á Akranesi, Keflavík, Mosfellsbæ, Akureyri og frá 2019 sem yfirþjálfari sundfélagsins SO2 í Gautaborg í Svíþjóð.

Ragnheiður gekk í menntaskóla í Svíþjóð, Kanada og Íslandi. Hún á að baki háskólanám bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og er íþróttafræðingur ásamt kennararéttindum.

Þetta aðfang er í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Álitið er að heildarfjöldi safnmuna sé um 18.000. Þar af eru um 10.000 gripir skráðir í Sarp og eru komnar rúmlega 9.000 myndir.

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns