LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurRósa Sigrún Jónsdóttir 1962-
VerkheitiUm fegurðina
Ártal2003

GreinNýir miðlar - Vídeóverk
Tímalengd00:07:
EfnisinntakFingur, Handavinna, Saumnál

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11539
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniVídeó
Aðferð Kvikmyndun
HöfundarétturMyndstef , Rósa Sigrún Jónsdóttir 1962-

Sýningartexti

Myndbandið Um fegurðina var á sínum tíma sýnt ásamt rúmlega tíu þúsund samansaumuðum eyrnapinnum sem listamaðurinn teygði um sýningarrýmið í þrívíðri myndsköpun. Fegurðin sem viðfangsefni er vandrataður slóði að fara eftir í myndlistinni enda er hún jafnan háð huglægu gildismati. Skynbragð okkar á fegurð er ólíkt og hún getur kallað fram persónulega tilfinningu og djúpstæð áhrif. Fagurfræðilegt gildismat er þó líka að einhverju leyti þáttur innan hins hlutlæga veruleika. Þannig er fegurðin margslungið fyrirbæri sem virðist einnig lúta hinum ytri veruleika sem erfitt hefur reynst að kortleggja. Heiti verksins og yfirvegun saumaskaparins þar sem nálinni er stungið í tilfinningaríka fingurgómana ljær verkinu einmitt þetta heimspekilega yfirbragð þar sem andstæðurnar, tilfinningar og rök, vegast á. Myndbandið getur þannig kveikt ýmis hugrenningatengsl hjá áhorfandanum um sársaukann, um tilgang og tilgangsleysi og jafnvel um áráttu og einstrengingsleg viðbrögð.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.