LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSöngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Ártal1970-2019
Spurningaskrá126 Eurovision-hefðir

Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1939

Nánari upplýsingar

Númer2019-1-217
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið6.5.2019/2.6.2019
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 7 - Fyrir daga beinnar útsendingar

Í hve miklum mæli fylgdist þú með söngvakeppninni áður en farið var að senda hana beint út á Íslandi?

Mig minnir að ég hafi oftast gert það og man sérstaklega eftir því þegar Írar unnu með Dönu (All kinds of everything) . Ekki viss um að rétt sé farið með texta!


Var haldið upp á keppnina í þá daga? Hvernig, ef svo var?

Ekki svo ég muni eftir. Allavega ekki heima hjá mér.Kafli 2 af 7 - Áhorf í beinni útsendingu

Hverju breytti það fyrir þig að farið var að senda söngvakeppnina út beint?

Meiri spenningur, að öðru leiti engu.Hve mikið hefur þú fylgst með keppninni í gegnum tíðina? Er fylgst með öll kvöldin?

Ég fylgist oftast með öll kvöldin.


Hve löngu fyrir keppnina er byrjað að fylgjast með? En eftir keppnina? Fylgist þú t.d. með kynningu á keppendum eða þáttum þar sem spekingar spá fyrir um úrslitin?

Byrja að horfa á fyrstu sjónvarpsútsendinguna (af þrem). - Ég fylgist með kynningu laganna sem Felix Bergsson sér um -annað ekki.


Nokkur undanfarin ár hefur íslenska úrslitakeppnin verið send beint út frá Háskólabíó, hefur þú farið og ef svo er hvernig upplifun er það?

Aldrei.Kafli 3 af 7 - Keppnin í heimahúsum

Lítur þú hugsanlega á sönglagakeppnina sem hátíð og ef svo er af hverju? Á það við einhvern sérstakan dag keppninnar fremur en annan? Hvaða dag?

Ekki beint, en horfi þegar Ísland tekur þátt.


Margir eru með Evrovision-partí eða -boð í heimahúsum, hvenær manst þú fyrst eftir að farið var að halda þau? Hefur þú sjálf(ur) haldið þannig partí eða tekið þátt í þeim? Hverjum er boðið?

Man ekki hvenær það byrjaði. - Ég hef verið með stórfjölskyldunni og sérstaklega verið gaman þegar við vorum frá fimm löndum Ítalíu, Írlandi, Sviss, Finnlandi og Íslandi. Hinsvegar var ég í vaktavinnu þannig að ég missti oft af þessu. Ég man ekki eftir að hafa haldið boð, allavega þá er langt síðan.


Ef að þú heldur ekki boð eða partí, hvers vegna gerir þú það ekki?

Ætli það sé ekki sambland af elli og leti!Kannast þú við að fólk skreyti hýbýli sín að utan eða innan í tilefni af keppninni? Hvernig skreytingar eru þetta, ef svo er? Hve lengi hafa þannig skreytingar tíðkast?

Nei, fyrir utan þjóðfána viðkomandi lands.


Er farið í leiki (hvaða leiki), spurningakeppni eða sungið (hvað er spurt um og hvaða lög eru helst sungin)?

Nei. Bara almennar samræður og umræður um lönd og lög.


Þekkir þú að veðjað sé um hvaða lag vinnur og hvað er í verðlaun? Ef svo er, segðu frá því hvernig þetta gengur fyrir sig.

Nei.


Kannast þú við að höfð séu þemu í Eurovision-partíum? Hvaða þemu ef svo er? En að fólk klæðist búningum og þá hvernig búningum?

Nei,


Hvaða veitingum (mat og drykk) manst þú eftir að boðið hafi verið upp á?

Léttar veitingar, aðallega smáréttir.


Hvort er haldið meira upp á íslensku forkeppnina eða alþjóðlegu keppnina að þínu mati? Eru haldin partí í tilefni af báðum keppnunum og hvaða munur er á þeim, ef einhver? Hve lengi stendur gleðin eftir að keppninni lýkur?

Aðallega (jafnvel eingöngu) haldið upp á alþjóðlegu keppnina EF Ísland er meðal þátttakenda.Kafli 4 af 7 - Partí á skemmtistöðum

Hefur þú farið í Eurovision-partí á börum eða skemmtistöðum? Hvaða stöðum? Hvað er gert í þessum partíum?

Aldrei.


Hvaða skemmtikröftum manst þú eftir sem komið hafa fram? Áttu þér einhvern uppáhalds skemmtikraft?
Kannast þú við And-Eurovision-partí? Hvar hafa þau verið haldin og hvað er gert? Hefur þú mætt? Þekkjast slík partí í heimahúsum?

Nei.Kafli 5 af 7 - Eurovision á vinnustöðum

Er fylgst með söngvakeppninni á vinnustöðum? Hvernig, ef svo er?

Búin að gleyma því.


Veðja vinnufélagar um hvaða lag vinnur? Hvernig ganga þessi veðmál fyrir sig,ef svo er, og hvað er í verðlaun?

Nei.


Getur þú sagt frá Eurovision hefðum á leikskólum?

Nei.Kafli 6 af 7 - Á erlendri grundu

Hefur þú sótt keppnina heim í útlöndum? Hvernig upplifun var það og hvað er þér helst minnisstætt?

Nei.


Hvað annað hafðir þú fyrir stafni í ferðinni en að fylgjast með keppninni?

Kafli 7 af 7 - Annað

Segðu frá því sem þér finnst um söngvakeppnina. Hvaða máli skiptir hún fyrir þig? Ef að þú heldur ekki upp á keppnina er eigi að síður mikilvægt að fá upplýsingar um afstöðu þína til hennar.

Mér finnst gaman að henni og tel að þetta sé hvetjandi fyrir lagasmiði. Keppnin er tilbreyting í tilverunni - ekki allir dagar eins.


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana