Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiÍsbjarnarkoma, Ísbjörn
Ártal1932-2020
Spurningaskrá129 Ísbjarnarsögur

StaðurDrangavík
ByggðaheitiDrangavík
Sveitarfélag 1950Árneshreppur
Núv. sveitarfélagÁrneshreppur, Reykjanesbær
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland), Strandasýsla (4900) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1960

Nánari upplýsingar

Númer2020-2-31
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið16.7.2020/25.7.2020
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 5 - Ísbjarnarkomur

Hefur þú, eða einhver sem þú þekkir, orðið persónulega var/vör við ísbirni hér á landi? Getur þú sagt frá þeirri reynslu, m.a. hvar sást eða heyrðist til dýranna, hvenær (hvaða ár), hvernig þau hegðuðu sér og hvernig þú eða aðrir brugðust við?

Nei


Hefur þú haft afspurn af ísbjarnarkomum (þ.e. án þess að hafa verið á staðnum)? Ef svo er, hvernig fréttir þú af þeim og hvernig var þeim lýst?

Ég hef frétt af þeim hér á landi í fréttum. Svo átti maðurinn minn afa sem var síðasti isbjarnar baninn lengi vel. En hann hét Guðmundur Guðbrandsson og bjó á Drangavík á Ströndum þegar hann skaut isbjörn til að bjarga börnum sínum. Það má sjá þessa sögu í bókinni um isbirni við Ísland sem kom út 2018. Ég var að vísu búinn að heyra hana áður.


Af hverju telur þú að ísbirnir komi til Íslands? Hefur það ákveðna merkingu í þínum huga? Hvaða merkingu?

Þeir koma á jökum og eru mjög svangir. Sem sagt í fæðu leit. Þeir eru að deyja út út af hlýnun jarðar. Eru oftast svakalega svangir vegna þess að ísinn er orðinn svo þunnur að þeir hrekjast með honum. Svæðin þeirra eru alltaf að minnka.


Hvað finnst þér að gera eigi við ísbirni sem koma til landsins?

Færa þá á heimaslóðir. Gefa þeim fyrst að borða.



Kafli 2 af 5 - Samskipti ísbjarna og manna

Hefur þú heyrt talað um að ísbirnir forðist manneskjur? Hvernig, ef svo er?

Nei


En að þeir drepi fólk og skepnur eða önnur dýr? Segðu frá því sem þú veist um þetta.

Já ef þeir eru svangir þá held ég að þeir borði það sem hender næst.


Hvaða tilfinningar vekja ísbjarnarkomur hjá þér eða öðrum í kringum þig (t.d. spenna, ótti eða hrifning)? Af hverju?

Falleg dýr sem mega ekki deyja út,.


Kannast þú við frásagnir um ísbjarnardráp? Hvaða aðferðir voru notaðar við drápið? Komu önnur dýr við sögu? Hvað var gert við skrokkinn og feldinn?

Var búin að segja frá afa mannsins míns honum Guðmundi.


Þekkir þú til uppstoppaðra ísbjarna eða annars konar leifa af þeim? Hvaða leifa og hvar eru þær varðveittar? Hvar og hvernig drápust þessi dýr?

Nei


Þekkir þú einhver ráð eða aðferðir til að vernda sig gegn ísbjörnum? Hvaða úrræði?

Nei. Forða sér það myndi ég gera


Hefur þú heyrt um vinsamleg samskipti ísbjarna og manna? Hvernig lýsa þau sér, ef svo er?

Nei



Kafli 3 af 5 - Ísbjarnar-örnefni

Þekkir þú einhver bjarndýrs-, ísbjarnar- eða hvítabjarnar- örnefni? Viltu telja þau upp og hvar á landinu þau eru? Hvaða frásagnir kannt þú um þessi örnefni?

Nei



Kafli 4 af 5 - Þjóðlegur fróðleikur um ísbirni

Ýmsar sögur og sagnir um ísbirni eru þekktar hér á landi. Segðu frá því helsta sem þér er kunnugt um þetta efni. Frásögnin má gjarnan vera löng og ýtarleg. Hvað hefur þú t.d. heyrt um að það boði ógæfu að drepa ísbirni eða að þeir séu menn í álögum? En að ísbirnir skilji mannamál? Hvað boðar það að dreyma ísbjörn? Þekkir þú frásagnir um samskipti ísbjarna og ófrískra kvenna? Hvað er „bjarnylur“? Getur þú nefnt dæmi um nafngjöf sem tengist þjóðtrú um ísbirni (Björn, Bjarni t.d.)? Hvaða önnur trú eða trúarviðhorf tengjast þeim?

Þekki það ekki


Þekkir þú vísur, brandara eða fleira í þeim dúr um ísbirni? Geturðu sagt frá þessu?

Nei



Kafli 5 af 5 - Ísbirnir í myndlist

Þekkir þú málverk eða önnur listaverk af ísbjörnum? En veggskreytingar eða veggjakrot af ísbjörnum? Hvar á landinu eru þessi verk? Hverjir eru höfundar þeirra? Átt þú sjálf(ur) listaverk af ísbirni? Þú getur valið um að lýsa þessum listaverkum eða að senda okkur ljósmynd(ir) af þeim á vefsíðunni sarpur.is. Einnig má notast við netfangið thjodhattasafn@thjodminjasafn.is.

Nei


Hefur þú í fórum þínum aðra gripi, muni eða myndir sem tengjast ísbjörnum? Hvað er hér helst um að ræða, ef svo er?

Nei


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana