Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiÍsbjarnarkoma, Ísbjörn
Ártal1969-2020
Spurningaskrá129 Ísbjarnarsögur

Sveitarfélag 1950Grímseyjarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður
Núv. sveitarfélagAkureyrarbær, Seyðisfjarðarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla (6500) (Ísland), N-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1954

Nánari upplýsingar

Númer2020-2-30
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið16.7.2020/25.7.2020
TækniTölvuskrift

Kafli 1 af 5 - Ísbjarnarkomur

Hefur þú, eða einhver sem þú þekkir, orðið persónulega var/vör við ísbirni hér á landi? Getur þú sagt frá þeirri reynslu, m.a. hvar sást eða heyrðist til dýranna, hvenær (hvaða ár), hvernig þau hegðuðu sér og hvernig þú eða aðrir brugðust við?

Ég get varla talað um að hafa nokkuð um þetta að segja, nema kannski varðandi Grímseyjar björninn sem veginn var þar í eynni 1969. Ég var þá nýlega búin að heimsækja eyjuna og dvaldi þar hjá Þorláki Sigurðssyni fóstbróður föður míns og fjölskyldu hans í nokkra daga og fór með þeim og fleirum að tína bjargfuglaegg (vorið 1968).
Sonur Þorláks var sá sem fyrstur sá ísbjörninn og lét vita af honum.
Eftir að dýrið var drepið, þá var það flutt til Húsavíkur og allir sem vildu gátu farið og fengið að sjá björninn áður en honum var komið til uppstoppara. En síðan hefur hann verið varðveittur á Safnahúsi Húsavíkur.
Ég hef allavega eina mynd af ísbirninum þar sem hann liggur á bretti, nýkominn frá Grímsey.
Einnig hef ég myndir af honum sem ég hef tekið eftir að hann kom á safnahúsið, en reikna ekki með að þið hafið áhuga á myndunum, þar sem þið óskið bara eftir frásögnum...?


Hefur þú haft afspurn af ísbjarnarkomum (þ.e. án þess að hafa verið á staðnum)? Ef svo er, hvernig fréttir þú af þeim og hvernig var þeim lýst?

Eins og fyrr segir hef ég ekkert að segja frekar um komur ísbjarna, en hef lesið nokkuð margar frásagnir um slíkt gegnum tíðina og heyrt af slíku í fréttum eins og trúlega flestir landsmenn.

Mér dettur samt eitt í hug, það er viðkynning mín við dr. Hauke Trinks og Marie Tieche sem dvöldu einn vetur saman á eyju norðan við Noreg og rituðu um það bækur. Ég á bókina hennar Marie sem heitir "Champagne & polar bears" og þar segir hún skemmtilega frá þessari dvöl og viðureign þeirra við hvítabirni.
Ég kynntist þeim þegar dr. Hauke kom til Seyðisfjarðar á skútunni sinni Mecuf og dvaldi hér yfir veturinn og var þá fastagestur hjá mér á Bókasafni Seyðisfjarðar, þar sem ég vann hátt í 2 áratugi. Hann kom síðar með Marie með sér og það var virkilega gaman að kynnast þeim. Ég gat hinsvegar ekki lesið bók Hauke á þýsku en þetta var nú líka bara útúrdúr, því ýmsar sögur væri hægt að tína saman ef vel væri leitað :)


Af hverju telur þú að ísbirnir komi til Íslands? Hefur það ákveðna merkingu í þínum huga? Hvaða merkingu?

Ég reikna með að ísbirnir haldi sig að miklu leyti á ísnum við veiðar og lendi þar af leiðandi stundum á ísjökum sem losna frá megin ísnum og færast með straumum hingað til lands þegar vindar og straumar liggja þannig.
Það hefur enga merkingu í mínum huga, ég tel ekkert athugavert við það.


Hvað finnst þér að gera eigi við ísbirni sem koma til landsins?

Best væri að ná þeim í net og flytja þá með þyrlu eða flugvél norður í hafísinn, þar sem þeir eiga heima...



Kafli 2 af 5 - Samskipti ísbjarna og manna

Hefur þú heyrt talað um að ísbirnir forðist manneskjur? Hvernig, ef svo er?
En að þeir drepi fólk og skepnur eða önnur dýr? Segðu frá því sem þú veist um þetta.
Hvaða tilfinningar vekja ísbjarnarkomur hjá þér eða öðrum í kringum þig (t.d. spenna, ótti eða hrifning)? Af hverju?
Kannast þú við frásagnir um ísbjarnardráp? Hvaða aðferðir voru notaðar við drápið? Komu önnur dýr við sögu? Hvað var gert við skrokkinn og feldinn?
Þekkir þú til uppstoppaðra ísbjarna eða annars konar leifa af þeim? Hvaða leifa og hvar eru þær varðveittar? Hvar og hvernig drápust þessi dýr?
Þekkir þú einhver ráð eða aðferðir til að vernda sig gegn ísbjörnum? Hvaða úrræði?
Hefur þú heyrt um vinsamleg samskipti ísbjarna og manna? Hvernig lýsa þau sér, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Ísbjarnar-örnefni

Þekkir þú einhver bjarndýrs-, ísbjarnar- eða hvítabjarnar- örnefni? Viltu telja þau upp og hvar á landinu þau eru? Hvaða frásagnir kannt þú um þessi örnefni?

Kafli 4 af 5 - Þjóðlegur fróðleikur um ísbirni

Ýmsar sögur og sagnir um ísbirni eru þekktar hér á landi. Segðu frá því helsta sem þér er kunnugt um þetta efni. Frásögnin má gjarnan vera löng og ýtarleg. Hvað hefur þú t.d. heyrt um að það boði ógæfu að drepa ísbirni eða að þeir séu menn í álögum? En að ísbirnir skilji mannamál? Hvað boðar það að dreyma ísbjörn? Þekkir þú frásagnir um samskipti ísbjarna og ófrískra kvenna? Hvað er „bjarnylur“? Getur þú nefnt dæmi um nafngjöf sem tengist þjóðtrú um ísbirni (Björn, Bjarni t.d.)? Hvaða önnur trú eða trúarviðhorf tengjast þeim?
Þekkir þú vísur, brandara eða fleira í þeim dúr um ísbirni? Geturðu sagt frá þessu?

Kafli 5 af 5 - Ísbirnir í myndlist

Þekkir þú málverk eða önnur listaverk af ísbjörnum? En veggskreytingar eða veggjakrot af ísbjörnum? Hvar á landinu eru þessi verk? Hverjir eru höfundar þeirra? Átt þú sjálf(ur) listaverk af ísbirni? Þú getur valið um að lýsa þessum listaverkum eða að senda okkur ljósmynd(ir) af þeim á vefsíðunni sarpur.is. Einnig má notast við netfangið thjodhattasafn@thjodminjasafn.is.

Það eina sem mér kemur í hug er útskorinn ísbjörn úr hvítu einangrunarplasti, sem Guðmundur Þorsteinsson sem kenndi sig við Lund skar út og gaf foreldrum mínum, en hann var heimilisvinur hjá þeim og margir góðir gripir frá honum voru í þeirra eigu. En faðir minn gaf Safnahúsinu á Húsavík öll þessi dýr frá Guðmundi, áður en hann lést árið 2008. Ég get sent ykkur mynd af honum, ef ég finn hana, því auðvitað þurfti ég að taka mynd af þessum dýrum til minningar, enda haft þá dellu alla mína ævi að reyna að varðveita liðna tíð á þann hátt :)


Hefur þú í fórum þínum aðra gripi, muni eða myndir sem tengjast ísbjörnum? Hvað er hér helst um að ræða, ef svo er?

Ekkert því miður, svo ég muni !


Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana