129 Ísbjarnarsögur
Kafli 1 af 5 - Ísbjarnarkomur
Hefur þú, eða einhver sem þú þekkir, orðið persónulega var/vör við ísbirni hér á landi? Getur þú sagt frá þeirri reynslu, m.a. hvar sást eða heyrðist til dýranna, hvenær (hvaða ár), hvernig þau hegðuðu sér og hvernig þú eða aðrir brugðust við?
Ég hef sjálf aldrei séð ísbjörn hér á landi. Ég hef hitt fólk sem hefur séð ísbirni
Hefur þú haft afspurn af ísbjarnarkomum (þ.e. án þess að hafa verið á staðnum)? Ef svo er, hvernig fréttir þú af þeim og hvernig var þeim lýst?
Bara eins og allir landsmenn í fréttum
Af hverju telur þú að ísbirnir komi til Íslands? Hefur það ákveðna merkingu í þínum huga? Hvaða merkingu?
Þeir fylgja ísnum, geta þurft að synda langar vegalengdir þegar ísinn bráðnar. Þeir eru í ætisleit
Hvað finnst þér að gera eigi við ísbirni sem koma til landsins?
Finnst frekar súrt að skjóta þá, eftir að þeir hafa haft svona mikið fyrir því að bjarga sér. En það er ekki raunhæft að hafa þá lausa á flakki hér. Og það er dýrt að fanga þá og senda aftur, hvert?
Kafli 2 af 5 - Samskipti ísbjarna og manna
Hefur þú heyrt talað um að ísbirnir forðist manneskjur? Hvernig, ef svo er?
Flest dýr sem eru veidd forðast manneskjur, skothvellir fæla dýr, en svo læra önnur á að umgangast menn (ísbirnir), í rusltunnum í fæðisleit.
En að þeir drepi fólk og skepnur eða önnur dýr? Segðu frá því sem þú veist um þetta.
Þetta eru rándýr sem veiða sér til matar allt sem er ætt. Kjósa örugglega feitan sel fram yfir horaða manneskju en ef þeir eru svangir þá er auðvitað allt étið sem í boði er.
Hvaða tilfinningar vekja ísbjarnarkomur hjá þér eða öðrum í kringum þig (t.d. spenna, ótti eða hrifning)? Af hverju?
í öruggri fjarlægð, spennandi og forvitni og mikil aðdáun á nátturinni.
En jafnframt er ég leið og sorgmædd yfir örlögum þessara dýra að vita þau verandi oft horuð og örmagna, að þegar þau komast í land eru þau bara skotin, engum til gagns.
Kannast þú við frásagnir um ísbjarnardráp? Hvaða aðferðir voru notaðar við drápið? Komu önnur dýr við sögu? Hvað var gert við skrokkinn og feldinn?
Ekkert nema sem hefur komið fram í fréttum.
Þekkir þú til uppstoppaðra ísbjarna eða annars konar leifa af þeim? Hvaða leifa og hvar eru þær varðveittar? Hvar og hvernig drápust þessi dýr?
Nei, ekkert fyrir utan það sem er á söfnum eða sagt frá í fréttum.
Þekkir þú einhver ráð eða aðferðir til að vernda sig gegn ísbjörnum? Hvaða úrræði?
Maður getur a.m.k. ekki hlaupið þá af sér eða unnið þau í glímu. Ef maður getur ekki forðað sér á flótta með véltæki eða lokað sig inn í öruggu húsnæði þá er öflugt skotvopn eina ráðið.
Hefur þú heyrt um vinsamleg samskipti ísbjarna og manna? Hvernig lýsa þau sér, ef svo er?
Nei.
Kafli 3 af 5 - Ísbjarnar-örnefni
Þekkir þú einhver bjarndýrs-, ísbjarnar- eða hvítabjarnar- örnefni? Viltu telja þau upp og hvar á landinu þau eru? Hvaða frásagnir kannt þú um þessi örnefni?
Það er til nokkrar Bjarnareyjar, þekki ekki sögu þeirra hvort þær heita eftir mönnum eða björnum
Kafli 4 af 5 - Þjóðlegur fróðleikur um ísbirni
Ýmsar sögur og sagnir um ísbirni eru þekktar hér á landi. Segðu frá því helsta sem þér er kunnugt um þetta efni. Frásögnin má gjarnan vera löng og ýtarleg. Hvað hefur þú t.d. heyrt um að það boði ógæfu að drepa ísbirni eða að þeir séu menn í álögum? En að ísbirnir skilji mannamál? Hvað boðar það að dreyma ísbjörn? Þekkir þú frásagnir um samskipti ísbjarna og ófrískra kvenna? Hvað er „bjarnylur“? Getur þú nefnt dæmi um nafngjöf sem tengist þjóðtrú um ísbirni (Björn, Bjarni t.d.)? Hvaða önnur trú eða trúarviðhorf tengjast þeim?
Hef lesið margar þjóðsögur og fróðlegt um birni í gegnum tíðina en ekkert umfram það.
Þekkir þú vísur, brandara eða fleira í þeim dúr um ísbirni? Geturðu sagt frá þessu?
Nei.
Kafli 5 af 5 - Ísbirnir í myndlist
Þekkir þú málverk eða önnur listaverk af ísbjörnum? En veggskreytingar eða veggjakrot af ísbjörnum? Hvar á landinu eru þessi verk? Hverjir eru höfundar þeirra? Átt þú sjálf(ur) listaverk af ísbirni? Þú getur valið um að lýsa þessum listaverkum eða að senda okkur ljósmynd(ir) af þeim á vefsíðunni sarpur.is. Einnig má notast við netfangið thjodhattasafn@thjodminjasafn.is.
Hefur þú í fórum þínum aðra gripi, muni eða myndir sem tengjast ísbjörnum? Hvað er hér helst um að ræða, ef svo er?
Nokkrar postulínsstyttur af ísbjörnum, frá Rússlandi, Danmörku og Noregi.