Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurBára Kristín Kristinsdóttir 1960-
VerkheitiHeitir reitir, án titils 7
Ártal2005

GreinLjósmyndun, Ljósmyndun - Litljósmyndir
Stærð100 x 120 x 4 cm
Eintak/Upplag1/1
EfnisinntakGróður

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11437
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniPappír
Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturBára Kristín Kristinsdóttir 1960-, Myndstef

Sýningartexti

Gróður fær varla þrifist nema við sólarljós og yl. Á norðurslóðum geta þetta verið takmarkandi þættir sem er nauðsynlegt að yfirstíga eigi ræktun að vera möguleg. Gróðurhús sem nýta heitt vatn til upphitunar og rafmagn til lýsingar eru hugvitsamleg lausn á þessum vanda og hafa gjörbreytt ræktunarskilyrðum, en fyrsta gróðurhúsið var tekið í notkun hér á landi árið 1924. Gróðurhús skipta sköpum fyrir ræktun grænmetis til manneldis en eru einnig heillandi staðir sem gera margvíslega ræktun framandi tegunda mögulega á norðlægum slóðum.

Bára, eins og fjölmargir Íslendingar sem komnir eru um og yfir miðjan aldur, á ánægjulegar minningar um sunnudagsbíltúra í æsku þar sem gróðurhúsin í Hveragerði voru heimsótt og sjá mátti bananatré, apa og framandi fugla. Löngu síðar ákvað Bára að ljósmynda gróðurhús á suðvesturhorni landsins að vetri til þegar ekki vex stingandi strá utandyra en innandyra getur verið heitt og rakt og allt í blóma. Sum gróðurhús fara þó í vetrardvala eins og þessi ljósmynd sýnir, en hún er tekin í Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar í Fossvogi. Stemningin í myndinni er næstum því trúarleg þar sem ljósið í stafni gefur fyrirheit um betri tíð. Andstæður hita og kulda, ljóss og myrkurs, grósku og auðnar eru áberandi í myndröðinni sem fékk heitið Heitir reitir og var fyrst sýnd á einkasýningu Báru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2005. Hér nýtir Bára sér hliðræna ljósmyndatækni og eru myndirnar handstækkaðar í myrkraherbergi og hafa aldrei farið í tölvu til leiðréttingar.

 

Vegetation needs sunlight and warmth to survive. In northern latitudes this can present some challenges for farming. The first greenhouse was opened in this country in 1924, and since then greenhouses that use hot water for heat and electricity for light have offered an innovative solution to this problem and engendered radically new conditions for agriculture in Iceland. Greenhouses are vital to vegetable production for human consumption, and are also enchanting places that make growing exotic plants possible even in northern climates.

Like many Icelanders, Bára has pleasant childhood memories of  visiting greenhouses in Hveragerði, seeing banana trees, monkeys and exotic birds. Much later, Bára decided to photograph greenhouses in the southewestern corner of the country during winter when the outdoor landscape is barren while the interiors of the greenhouses can be warm, humid and in full bloom – as in this photograph, taken at the City of Reykjavik's tree nursery in Fossvogur. The mood of the image is almost religious, with the light in the foreground signalling a promise of better times to come. Contrasts between heat and cold, light and dark, lushness and barenness are prominent in the series entitled Hot Spots, and shown in Bára's solo exhibition at the Reykjavik Museum of Photography. Here, Bára utilizes analogue photographic techniques with images that have never been digitally corrected, enlarged by hand in the darkroom. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.