LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiDagatal
MyndefniBíll, Kaupfélag
Ártal1936

StaðurAkurgerði 9a
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiKEA - Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri
GefandiGylfi Guðmarsson 1944-

Nánari upplýsingar

Númer2013-23
AðalskráMunur
UndirskráMunaskrá - MSA
Stærð34 x 25 cm
EfniPappi

Lýsing

Dagatal frá 1936. Gult pappaspjald með litaðri ljósmynd af Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, húsi þeirra á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis. Á myndinni er flaggað íslenska fánanum á allri byggingunni auk að því virðist regnbogafána og merki á toppi hússins - 50 ára : 1886-1936 : Kaupfjelag Eyfirðinga - Fyrir utan innganginn er hópur fólks og á götunni í kring fjöldi bifreiða. Myndin er merkt E. Sigurgeirsson, handlituð. 

Áletrun á spjaldi : Kaupfjelag Eyfirðinga, Akureyri, Stofnsett 1886. 

För eftir festingar eru á spjaldinu og hefur verið blaðakubbur til að rífa dagana af spjaldinu neðarlega fyrir miðju.

Þetta aðfang er í Minjasafninu á Akureyri. Safnkostur safnsins skiptist í gripi og ljósmyndir. Gripir eru um 15.000, þar af 8.793 skráðir í Sarp. Ljósmyndir eru um 3.000.000. Fjöldi safngripa er áætlaður. Öll ný aðföng sem berast safninu eru skráð á afsalseyðublað áður en endanleg skráning fer fram í Sarp. Ljósmyndir af gripum munu verða settar inn eins fljótt og auðið er.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.