Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSaumaskrín, Útskurður
Ártal1912

StaðurHringbraut 50
ByggðaheitiVesturbær
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiRíkarður Rebekk Jónsson, Lúðvík Jónsson
GefandiSigurbjörg Lúðvíksdóttir 1904-2005

Nánari upplýsingar

Númer1997-703
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð33 x 20 x 10 cm
EfniTré
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Ferkantað saumaskrín. Brúnn viður. Á lokið eru skornir út stafirnir SL og inni í lokinu er spegill.

Skrínið er smíðað af föður Sigurbjargar Lúðvík Jónssyni í Sólhól en útskorið af Ríkharði. Í skreytingunni eru upphafsstafir Sigurbjargar SL 30. maí 1912, en það var áttundi afmælisdagur hennar

Lúðvík Jónsson og kona hans Louise Weywadt, bjuggu í Hrauni á ofanverðri 19 öld. Hann var sonur Jóns Jónssonar í Borgargarði og Önnu Jónsdóttur frá Veturhúsum, konu hans. Louise var dóttir Faktorshjónanna, Weywadt. Hún lést eftir stutta sambúð þeirra. Seinni kona Lúðvíks hét Kristrún Finnsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Þau bjuggu í Geysi en síðar og lengst í Sólhól. Lúðvík var smiður og smíðaði öll ofangreind hús.

Þetta aðfang er í Ríkarðshúsi. Safn Ríkarðs Jónssonar er staðsett á Djúpavogi en þar er að finna fjölmarga muni eftir listamanninn.

 

Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.