Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiLykill, t. að skrúfa rær skráð e. hlutv.
MyndefniLykill
Ártal1940-1990

StaðurHvanneyri
ByggðaheitiAndakíll
Sveitarfélag 1950Andakílshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaBorgarfjarðarsýsla (3500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiLandbúnaðarháskóli Íslands
NotandiBændaskólinn á Hvanneyri , Landbúnaðarháskóli Íslands

Nánari upplýsingar

Númer2014-10-27
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð28 x 6,5 cm
EfniMálmur

Lýsing

Fastur lykill af gerðinni IH, fylgdi ákveðinni vél af sömu tegund - óvíst er hvers konar vél þessi lykill fylgdi en til greina kemur dráttarvél, plógur eða sláttuvél svo dæmi séu tekin. Komið úr Bútæknihúsi Landbúnaðarháskóla Íslands, en skólinn gaf safninu mikið af gripum tengdum viðhaldi og viðgerðum á búvélum á árunum 2003-2014. 


Sýningartexti

Verkstæði vélaaldar


Með aflvélunum varð til þörf fyrir eins konar verkstæði á flestum bæjum. Það þurfti að halda vélunum við, smyrja og stilla og lagfæra það sem bilaði. Þá reyndu ýmsir líka að laga vélarnar að sínum aðstæðum, jafnvel að smíða á þær tæknibúnað sem orðið gat til hagræðis við vinnu með þeim. Þá var gott að hafa aðgang að vel búnu verkstæði. 

Vélarnar voru flestum framandi á þessum árum. Sumir náðu betri árangri en aðrir í vélaviðgerðum og lagfæringum; lagtækir vélamenn liðsinntu sveitungum sínum. Jafnvel urðu til lítil sveitaverkstæði. 

Með vélunum kom líka ný tegund af óhreinindum: Feiti, olíur, vélasót, svo beita þurfti öðrum aðferðum og sterkari efnum til þvotta en þegar óhreinindin voru einkum mold, hrossamóður, ullarfita og fita í neipum mjaltafólks. 

Þetta verkstæði gæti hafa verið á fremur stóru búi í íslenskri sveit um miðbik síðustu aldar þegar viðhaldsþörf dráttarvélanna var farin að segja til sín sem og þörfin fyrir að vera sjálfbjarga um helstu viðgerðir og einfaldar vélsmíðar. 

Þetta aðfang er í Landbúnaðarsafni Íslands. Áætlað er að gripir safnsins séu nær 800, margir vænir að stærð, og undir sumum númerum leynast fleiri stakir gripir (dráttarvél fylgja t.d. handverkfæri sem fæst eru talin sérstaklega). Þorri gripanna hefur verið skráður í Excel-skjöl með helstu upplýsingum, en auk þess hefur um langt árabil verið færð rafræn dagbók safnsins sem einnig er eins konar aðfangabók. Nokkrir tugi gripa eru þegar skráðir í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.