Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurEgill Sæbjörnsson 1973-
VerkheitiÁn titils
Ártal2016

GreinSkúlptúr
EfnisinntakGluggi

Nánari upplýsingar

NúmerHb-1469
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráHeildarsafn

EfniFrauðplast, Gifs, Plexígler

Lýsing

Verkið var hluti af sýningunni Bygging sem vera & borgin sem svið eftir listamanninn Egil Sæbjörnsson í aðalsal Hafnarborgar 29. október 2016 til 15. janúar 2017. Þar fjallaði Listamaðurinn um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar. Safneign Hafnarborgar varðveitir tvö önnur verk úr sömu innsetningu: Hb-1468 og Hb-1470.

Frummyndir verkanna voru að hluta til sóttar í Bakarí, viðburð sem haldinn var í Hafnarborg vorið 2016. Þar var almenningi boðið að móta byggingarlist í deig sem var síðan bakað. Þau verk voru síðan stækkuð upp og sköpuðu nýtt og framandi umhverfi í aðalsal Hafnarborgar.

Þetta listaverk er í safneign Hafnarborgar – menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Safneignin telur yfir 1500 verk, er þetta er skrifað. Í skráningunni er verkunum skipt í fjóra flokka sem eru: almenn listaverkaskrá, stofngjöf, verk Eiríks Smith og útilistaverk í Hafnarfirði. Ekki eru til birtingarhæfar ljósmyndir af öllum verkum, þó unnið sé að úrbætum í þeim efnum.

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og safnsins. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu- eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting eða eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef (myndstef@myndstef.is).


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.