Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiSmáskrift
Ártal1858-1888

LandÍsland

Hlutinn gerðiSölvi Sólon Íslandus Helgason
GefandiSighvatur Borgfirðingur Grímsson 1840-1930

Nánari upplýsingar

Númer8839-131/1923-149-131
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð17,7 x 23,3 cm
EfniPappír
TækniTækni,Skrift,Handskrift

Lýsing

Blað, þakið smáskrift eftir Sölva Helgason (Sólon Islandus), beggja vegna. Blaðið er hvítt en skrifað með svörtu bleki. Efst á annarri síðunni stendur með skrautstöfum: Helgafóstre_S.
Smáskriftin þar fyrir neðan hefst svo: Það er sá: sami: Andi og maður – sem…
Blaðið er í mjög góðu ástandi.

Það er hluti hinnar svokölluðu "syrpu" Sölva, þ.e. uppdrættir og skrif Sölva Helgasonar. Munu vera frá því um 1858 - 88. Uppdrættirnir eru flestir skrautlegir stafir, blóm og mannamyndir, einkum eins konar myndir af honum sjálfum: margar í miklu blómskrauti: stafirnir einnig mestmegnis upphafsstafir ýmsra nafna, er hann gaf sjer. Er í þeim og blómskrautinu talsverð leikni og skraut í litum og línum. Ritin eru á lausum blöðum og hafa þau ruglast: á flest myndablöðin er og skrifað að aptanverðu. Einnig eru nokkur hver útskrifuð í 8 vo. Skriftin er ásjáleg, en svo sandsmá að erfitt er að komast fram úr henni. Er hjer ferðasaga, stjörnufræði, fornaldarsaga, æðislegt hól um höf. og botnlausar skammir um aðra. Ber alt vott um brjálaðan hæfileikamann. Sbr. nr. 8431 o. fl. Frá Sighvati Borgfirðingi.


Sýningartexti

Teikningar og skrif Sölva Helgasonar umferðarmanns, f. 1820, d. 1895, munu frá árunum 1858-1888. Á blöðunum eru einkum skrautlegir upphafsstafir, fangamörk, blóm og mannamyndir. Sumar þeirra, af prúðbúnum yngismanni, eiga að vera af Sölva sjálfum og sum fangamörkin eru upphafsstafir ýmissa nafna erlendra heimspekinga, er hann gaf einnig sjálfum sér. Nokkrar stórkarlalegar myndir eiga að sýna Grím Jónsson amtmann í líki Kölska, en amtmaður reyndi að stemma stigu við flakki og lausingjahætti Sölva sem hataðist því við Grím. Sölvi skrifaði afar smágerva rithönd, þannig að erfitt er að lesa, á blöðunum eru meðal annars ferðasaga, stjörnufræði, fornaldarsaga og takmarkalaust hól um hann sjálfan og botnlausar skammir um aðra. - Komið frá Sighvati Grímssyni Borgfirðingi til safnsins. 8839 Teikningar og skrif Sölva Helgasonar, þekkts umferðarmanns sem haldinn var nokkurri geðveilu og mikilmennskukennd, f. 1820, d. 1895, munu frá árunum 1858-1888. Á blöðunum eru einkum skrautlegir upphafsstafir, fangamörk, blóm og mannamyndir. Sumar þeirra, af prúðbúnum yngismanni, eiga að sýna Sölva sjálfan og sum fangamörkin eru upphafsstafir ýmissa nafna, er hann gaf sér sjálfur. Nokkrar stórkarlalegar myndir eiga að sýna Grím Jónsson amtmann í líki Kölska, en amtmaður reyndi að stemma stigu við flakki og lausingjahætti Sölva og hataðist hann því við Grím. Sölvi skrifaði afar smágerva rithönd, þannig að erfitt er að lesa. Á blöðunum eru meðal annars ferðasaga, stjörnufræði, fornaldarsaga og takmarkalaust hól um hann sjálfan og botnlausar skammir um aðra. 8839 Spjaldtexti: Sólon Islandus Sölvi Helgason, 1820–1895, átti sjaldan fast heimili en flakkaði víða um. Hann var kenndur við hrekki og óráðvendni og var um tíma í fangelsi í Kaupmannahöfn. Sölvi var orðlagður fyrir sjálfhælni og þóttist bera skyn á flesta hluti. Í honum leyndust ýmsar gáfur og listhneigð en allt brenglaðist það í veikluðu geðslagi. Eftir Sölva eru til margar teikningar og skrif. Teikningar hans eru í mörgum litum, mest blómaflúr og upphafsstafir, þar á meðal fangamörk fólks sem hafði gert honum gott og hann gaf myndir að launum. Þá eru í myndum hans upphöf nafna heimspekinga úr veraldarsögunni, sem hann tók sér jafnframt sjálfur og kallaði sig meðal annars Sólon Islandus. Myndirnar eru sumar af yngismönnum sem eiga að sýna hann sjálfan en einnig eru myndir af óvinum hans í líki kölska. Nokkrar þeirra eru af Grími amtmanni Jónssyni en Sölvi hataðist við hann því að Grímur vildi stemma stigu við flakki hans og lausingjahætti. Skrif Sölva eru af ýmsu tagi. Sem dæmi má nefna Frakklandssögu, ferðasögur, stjörnufræði, fornaldarsögu, hólgreinar um hann sjálfan og skammir um þá sem honum voru ekki að skapi. Fjögur spjöld með myndum eftir Sölva Helgason. Sólon Islandus Sölvi Helgason (1820–1895 AD) rarely had a home to call his own, and lived a vagabond life. He had a reputation for pranks and dishonesty, and he spent time in jail in Copenhagen. Sölvi was known for his high opinion of himself, and he saw himself as an expert on almost everything. He was artistic and a man of many talents but everything he did was affected by his mental illness. Sölvi left many drawings and writings. His drawings are colourful, mostly floral patterns and initials, including the initials of people who had been good to him, whom he repaid with pictures. His pictures also include elements of names of famous philosophers, and he adopted such names himself. One of the names he used was Sólon Islandus. Some of his pictures are of young men, intended as self portraits, while he also drew images of his enemies as devils. Some of the pictures are of Deputy Governor Grímur Jónsson. Sölvi hated the deputy governor for trying to put a stop to his vagabond ways. Sölvi left writings on a variety of subjects, including a History of France, travel stories, astronomy, ancient history, articles in praise of himself, and attacks on people who had offended him. Four Posters with pictures by Sölvi Helgason.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana