LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Björn Pálsson 1862-1916
MyndefniKona, Peysuföt, Stúlka
Nafn/Nöfn á myndKristín Ólafsdóttir 1873-1935,
Ártal1891

StaðurGeirseyri
ByggðaheitiPatreksfjörður
Sveitarfélag 1950Patrekshreppur
Núv. sveitarfélagVesturbyggð
SýslaV-Barðastrandarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBP-1891-102
AðalskráMynd
UndirskráBjörn Pálsson ljósmyndari
Stærð7 x 10,5 cm
GerðSvart/hvít negatíf - Þurrnegatíf

Lýsing

Kristín Ólafsdóttir Geirseyri.

Foreldrar: Ólafur Hólm Einarsson (1853-1911) og Kristín Jónsdóttir vinnukona í Vatnsdal 1873 (1848-1892).

Kristín var sett í fóstur á Sellátranes og ólst þar upp hjá hjónunum Gísla Ólafssyni og Vigdísi Ásbjarnardóttur. 

Kristín var vinnukona í Sauðlauksdalssókn til 1901 og fór þá til Eyrarsóknar í vinnumennsku að Brekku í Hnífsdal. Hún giftist Sigurjóni Jónssyni (1876-1937) sjómanni og matsveini árið 1903. Þau áttu soninn Gísla Viggó Sigurjónsson (1902-1957) og fluttu síðar til Reykjavíkur. Fósturdóttir þeirra var Ólafía (Ólavía) Jóhannsdóttir (1915-1998).

Kristín lést árið 1935 á Landakotsspítala.

Birgir Þórisson 19/5 2020: "Þetta er líklega sú Kristín Ólafsdóttir (4. nóv. 1873 - 18. maí 1935) sem var vinnukona á Geirseyri 1890. Hún var fædd í Vatndal í Rauðasandshreppi, lausaleiksbarn bóndasonar og vinnukonu; Ólafs Hólm Einarssonar kennara (1853-1911) og Kristínar Jónsdóttur (1848-1892) , lengst af giftrar vinnukonu (sem var lausaleiksbarn sjálf). Maður Kristínar var Sigurjón Jónsson (1876-1937) sjómaður ( matsveinn), og áttu þau lengst af heima í Reykjavík. Þau áttu einn son og fósturdóttur, (barn hálfsystur Kristínar, samfeðra, sem lést af barnsförum)."


Heimildir

Skrá Björns Pálssonar 1891-1916.

Þetta aðfang er í Ljósmyndasafni Ísafjarðar. Á safninu er að finna um 445.000 filmur og ljósmyndir. Búið er að skrá rúm 17% af safnkostinum í rafræn kerfi en rúm 6% eru óskráð. 76% eru skráð í katalóga eða spjaldskrár. Stefnt er á að skrá allan safnkostinn rafrænt á næstu tveimur árum en búið er að koma honum öllum í sýrufríar umbúðir og þar til gerðar hirslur.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.