LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiHeimavistarskóli, Héraðsskóli, Skólalíf
Ártal1959-1961
Spurningaskrá115 Minningar úr héraðsskólum

ByggðaheitiHvolsvöllur
Sveitarfélag 1950Hvolhreppur
Núv. sveitarfélagRangárþing eystra
SýslaRangárvallasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1945

Nánari upplýsingar

Númer2017-1-99
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið10.11.2017/2018
TækniHandskrift

Óinnslegið


Kafli 1 af 9 - Haldið í héraðsskóla

Í hvaða héraðsskóla varst þú og á hvaða árum? Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu?

Reykholti Borgarfirði 1959-1961 mjög stutt frá æskuheimilinu.


Segðu frá undirbúningi fyrir skólavistina, kveðjum og brottför að heiman.

Saumuð skólaföt og rúmföt fyrir vistina.Ekkert talað um þetta og bara áminnt að standa mig vel og vera þæg.


Hvað tókst þú með þér í skólann (rúmfatnaður, kassettutæki, spil, gítar, bækur t.d.)?

Rúmfötin , gítar (sem kostaði 615 kr) spil,fatnað


Hvað er þér helst minnisstætt frá fyrstu ferð þinni í skólann? Upplifðir þú eftirvæntingu eða kvíða?

Mikil eftirvænting að hitta krakkana og prófa e-ð nýtt


Hve langt var skólaárið? Hvenær byrjaði það og hvenær endaði það? Hvenær voru frí?

Frá 1 vetrardag til síðasta, vetrardags. Jólafrí og páskafrí.


Segðu frá skólalokum ár hvert og útskrift. Varstu fegin(n) að komast í burtu eða upplifðir þú eftirsjá eftir samfélaginu í skólanum?

Bæði og. Blendnar tilfinningar . Skólaslitum um miðjan dag,þar sem einkunnir allra voru lesnar upp og svo ball um kvöldið. Mikil eftirsjá af samfél,skólans.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 2 af 9 - Tengsl við fjölskyldu og heimili

Lýstu samskiptum við fjölskyldu þína meðan á skólavist stóð. Hve mikil voru þau og á hvaða formi (símtöl t.d.)? Var eitthvað um heimsóknir að heiman eða heim?

Ég fór einu sinni í heimsókn heim á Sunnudegi, við máttum ekki gista. Aldrei símtöl eða bréf.


Hvernig upplifðir þú aðskilnaðinn við heimili þitt og þína nánustu (heimþrá, söknuður t.d.)?

Fékk aldrei heimþrá, var sátt við þetta fyrirkomulag.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 3 af 9 - Húsakynni og rými

Hvernig fannst þér húsakynni skólans vera svona almennt? Hvað var jákvætt og hvað var neikvætt?

Þetta var allt jákvætt þá æðislegur staður en eftir á að hyggja voru þrengslin mikil.


Lýstu skólastofunum þar sem þér var kennt í stórum dráttum (innanbúnaður t.d.).

Þar var kennaraborð og tafla, skólaborðin okkar og stólar og eitt landakort og ekkert annað.


Hve margir voru saman í herbergi á heimavist. Hvað réði því með hverjum maður lenti? Hve lengi voru nemendur saman í herbergi (eitt skólaár t.d.)?

Við vorum 4 saman og vorum allar úr Borgarfirði. Fyrri veturinn en seinni veturinn breyttist aðeins og þá,vorum við 2 saman. Þá var komin ný vist með tveggja manna herbergjum.


Segðu í aðalatriðum frá innanbúnaði í þínu herbergi. Hvernig var snyrtiaðstaðan t.d.?

Eitt klósett á ganginum fyrir alla vistina fyrri veturinn (16 stelpur). Seinna voru 3 klósett fyrir 20 stelpur. Í herberginu var koja og 1 skrifborð.Við lærðum yfirleitt í kojunum og skiptumst á að nota skrifborðið. ?? örmjóir fataskápar.


Var ákveðin sæta- eða svæðaskipting í kennslustofum, matsal, heimavist eða annars staðar innan skólans? Eftir hverju fór það, ef svo var?

Ákv. Sætaskipting í skólastofu. Sami sessunautur yfir skólaárið. Í borðstofu var dregið í 4 manna hópa og þannig vorum við allan veturinn við sama borð.


Hvernig hagnýttu nemendur sér sameiginleg rými (setustofu t.d.)?

Það var engin setustofa svo nemendur voru kannski inn í herbergjum saman annars var bara farið út.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 4 af 9 - Mötuneyti og þvottahús

Hvenær voru matar- og kaffitímar og hve langir?

9-9:30 Hafragrautur og slátur 12-13 matartími, 15:30 -16:00 kaffitími, 19:00-19:30 kvöldmatur, kvöldhressing inn á vist. Mikið hrossakjöt á fimmtudögum kjötbúðingur. Einu sinni í viku, “dauðakássa” þar sem allir afgangur voru hakkaðir og settir í brúna sósu. Stundum saltfiskur nær aldrei nýr fiskur. Maturinn var frekar einhæfur og við vorum alltaf svangar.


Nefndu gjarnan hvað var á boðstólum, hvers konar réttir og kaffibrauð, frá ólíkum máltíðum dagsins. Var boðið upp á eitthvað til hátíðabrigða, hvaða daga og í hverju fólst þessi tilbreyting? Hvernig fannst þér maturinn (góður, einhæfur t.d.) ? Hvaða máli skipti hann (gleðigjafi, ávísun á samveru t.d.)?
Þurftu nemendur að vinna í mötuneyti eða borðsal, við ræstingar á skólahúsnæði eða önnur störf? Hversu oft og mikið?

Borðstofuhóparnir (4 sem sátu saman) Skiptust á að vinna í eldhúsi og ganga í öll verk. 1-2 sinnum á mánuði.Á laugardögum voru 4-6 lesnir upp til að skúra og þrífa allt húsnæðið.


Var þvottahús í skólanum? Hvað var þvegið af nemendum og hve oft í mánuði ef svo var?

Þvegið 1 sinnum í mánuði. Þvottahúsið var út í sveit og einhverjir 4-6 þurftu að fara og vinna við það. Þvotturinn var svo þurrkaður í íþróttahúsinu.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 5 af 9 - Skóladagurinn

Hve marga daga í viku var kennt og hve langur var skóladagurinn?

6 daga í viku, 8-16:00 virka daga, 8-12:00 laugardaga, frí á sunnudögum.


Segðu frá bóklegri kennslu í stórum dráttum (námsgreinar, kennsluaðferðir t.d.).

Landafr, íslensku, biblíusögur tónfræði, ljóð-frekar fjölbreytt. Kennarinn talaði og hlýddi yfir. Engar umræður.


Hvaða verklegar greinar voru kenndar? Hvað er þér helst minnisstætt? Var verklega kennslan kynjabundin á einn eða annan hátt og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Smíði fyrir stráka, handavinna fyrir stelpur.


Fenguð þið einhverja aðra verklega þjálfun? Hverja ef svo var? Hvernig hefur þessi verklega kennsla eða þjálfun nýst þér í lífinu?

Enga aðra nema skyldustörfin við eldhús og, skúringar og þvotta.


Hvernig var leikfimi- og sundkennslu háttað (hvað var kennt, tæki t.d.). Var kennslan mismunandi eftir kynjum og hvernig lýsti það sér ef svo var?

Allir saman í sundi og mikið synt. Rimlar í íþróttasal,hestur til að hoppa yfir og hringir til að hanga í. Axel Andrésson kom svo 1 sinni á vetri í 1 viku með e-ð sem kallaðist Kerfi og samanstóð af allskyns leikjum og afþreyingu. Mjög skemmtilegt.


Hvað var helst gert í frímínútum? Var t.d. fótbolta- og körfuboltavöllur? Voru frímínútur skipulagðar eða alveg frjálsar? Hve langar voru þær og hve oft á dag?

10 mínútur í einu,ca þrisvar yfir daginn. Sumir hlupu út til að reykja aðrir gripu í handavinnu eða héngu á göngunum að tala saman. Klukkan 11-12 þurftu allir að fara út. Skólastjóri las upp nöfnin og merkti við. Þetta var skipulögð útivera og allir áttu að ganga upp að stórum steini og til baka.


Segðu frá heimanámi (reglur, ein[n] eða með öðrum, aðstoð, tímalengd t.d.).

Heimanám frá 16-18 í herbergjum. Kennari gekk um og birtist hér og þar til að fylgja heimanáminu eftir.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 6 af 9 - Hefðir

Hverjar voru helstu hefðir í skólanum að þínu mati (heiti, stund, staður, hvað var gert t.d.).

Útivera kl.11:00. Kvöldvokur á laugardagskvöldum. Ýmist á dagskrá, málfundir,upplestrar,dans , lesnar sögur og mikið af frumsömdum vísum.Ef e-r átti afmæli voru lesnar upp vísur og kveðjur í matsalnum.


Manst þú eftir bröndurum eða sögum um skólann, próf, kennara og annað starfsfólk? Viltu segja frá þessu?

Oft skemmtilegar vísur á afmælum sem hittu mismunandi í mark. Stundum neyðarlegt en man ekki eftir nei sérstöku.


Segðu frá dularfullum fyrirbærum, þjóðtrú eða hjátrú, sem þekktist innan skólans (próf, húsakynni, yfirnáttúrulegar verur t.d.).

Fórum í andaglas ,sumir tóku það svo bókstaflega að þær fóru sumar út í kirkjugarð. Síðan átti að vera draugur á svarta gangi(útgangur úr eldhúsi) sem , sumir sáu en aðrir ekki en vitað var að löngu áður hengdi ung stúlka sig þar.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 7 af 9 - Félagslíf

Í hverju fólst félagslíf í skólanum helst (viðburðir, skemmtanir, félög t.d.)? Hverjir skipulögðu félagslífið eða höfðu frumkvæði að því (nemendur, skólinn t.d.)? Hvernig var þátttakan (stelpur/strákar)?

Kvöldvökurnar sjá nr.25.


Var hugsanlega litið á þátttöku nemenda sem félagslega þjálfun og því lögð áhersla á hana af hálfu skólans? Tóku kennarar þátt? Getur þú sagt frá þessu?

Kennarar tóku ekki þátt og lítil áhersla á þessa hluti.


Hvaða íþróttir voru helst stundaðar? Voru nemendur örvaðir til þátttöku? Voru haldnar keppnir innan skólans eða við aðra skóla?

Akranes kom 1 s á vetri og keppti í sundi. Þá var hangikjöt á borðum sem mældist vel fyrir . Engar aðrar íþróttir.


Hvaða reglur giltu um neyslu áfengis og tóbaks? Var farið eftir þeim? Hvernig brást skólinn við brotum á þessum reglum? Þekktust sterkari efni og ef svo var hvaða?

Áfengi bannað og brottrekstrarsök man eftir 1 tilviki þar sem nemandi var rekinn. Það mátti reykja og það var herbergi í endanum á íþróttahúsiinu. Þarna var kjallari og herbergið kallað smókur.


Hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, giltu um heimavistina (svefntími, heimsóknir, eftirlit t.d.)?

Strákar máttu ekki koma inn í stelpuvist og öfugt. Allir vera komnir inn á vist kl.22 og þá var læst (engar brunavarnir).


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 8 af 9 - Samskipti

Hvað er þér helst minnisstætt við starfsfólk skólans og samskipti þín við það (kennarar, starfsfólk í mötuneyti t.d.)?

Það voru allir mjög góðir þarna.


Vera á heimavistarskóla hefur í för með sér mikil samskipti við aðra nemendur. Hvaða áhrif telur þú að þetta hafi haft á líf þitt bæði þá og til langframa?

Eignaðist marga góða vini sem ég á enn í dag. Mjög þroskandi og slípar mörg horn af manni.


Urðu til sterk vinasambönd? Hve lengi héldust þau sambönd, jafnvel til dagsins í dag?

Já mjög og haldast enn milli mjög margra. Hittumst skipulega nokkrum sinnum á ári.


Kanntu að segja frá samskiptum kynjanna (vinátta, kærustupör, kynlíf t.d.)?

Kynlíf var brottrekstrarsök en alltaf e-r kærustupör. Ýmislegt skondið og skemmtilegt.


Í heimavistarskólum hefur stundum verið talað um einstaklinga sem vilja ráða yfir öðrum nemendum (foringjar). Var um eitthvað slíkt að ræða í þínum skóla og hvernig lýsti það sér, ef svo var?

Ekkert slíkt sem ég upplifði


Varst þú eða einhver sem þú vissir um fyrir einelti, niðurlægingu eða kynferðislegu áreiti? Vilt þú að segja frá þessu? Hvernig var tekið á slíkum málum, ef um þau var að ræða?

 --------“------------


Hversu mikil tengsl eru á milli fyrrverandi skólafélaga? Er einhver vettvangur fyrir að hittast og hvernig hefur þátttakan verið?

Ferðalög gönguferðir, út að borða og margt fleira.


Hér getur þú svarað öllum spurningunum í þessum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Kafli 9 af 9 - Heildstæð frásögn

Hér getur þú haft heildstæða frásögn fyrir alla spurningaskrána eftir eigin höfði, t.d. um venjulegan skóladag eða annað.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana