LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurKatrín Sigurðardóttir 1967-
Verkheiti1501 N Grand River Ave, Lansing, MI, USA
Ártal2019

GreinLjósmyndun, Ljósmyndun - Litljósmyndir
Stærð164 x 127 cm

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-11431
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

AðferðTækni,Ljósmyndun
HöfundarétturKatrín Sigurðardóttir 1967-, Myndstef

Sýningartexti

Ljósmyndaverk Katrínar Sigurðardóttur og Sigurðar Guðmundssonar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau eru einskonar ljóðrænn gjörningur sem ljósmyndin er heimild um. Aftur á móti vitum við ekki hvað varð um skóna, brauðið, bækurnar, torfið og grjótið í verki Sigurðar, Mountain frá árinu 19801982. Listamaðurinn sjálfur er meðal vor en eins og vera ber hverfur hann til jarðarinnar eins og við öll. Katrín veltir upp spurningum um uppruna og endastöð, tíma alls sem er og teflir hún saman æviskeiði mannfólksins og jarðarinnar eða jarðefnanna. Leirinn sótti hún til Búðardals og formaði í kubba eða steypti kantstein sem hún skilaði aftur til jarðarinnar í Bandaríkjunum og Afríku eins og staðir í heiti verksins gefa til kynna Lansing í Michigan og Rabat í Marokkó en með því vísar hún til fólksflutninga, vesturferða Íslendinga og nauðungarflutninga til Afríku í Tyrkjaráninu svonefnda. Allt sem við tökum frá jörðinni hverfur til hennar aftur eins og við sjálf og spurning hvort það skiptir máli hvar það gerist? Í efninu sjálfu felst saga og tiplar listamaðurinn hér á mörkum jarðfræði og fornleifafræði. Verk úr þessari seríu nefndi hún Namesake-verkefnið, með vísun í þá hefð vestanhafs að nefna staði eftir stöðum í  gamla landinu, svo sem New Amsterdam, Itahca, Reykjavik. Eitt augnablik, áður en efnið samsamar sig jörðinni á nýjum stað, raðar listamaðurinn því upp með markvissum hætti og festir á filmu. Fyrstu verkin voru sýnd á FRONT-þríæringnum í Cleveland í Bandaríkjunum árið 2018 en árið 2019 gerði Katrín tvö ný verk í Namesake-seríunni sem Listasafn Íslands keypti og vísa þau til Lansing í Michigan og Rabat í Marokkó.

The photographic works of Katrín Sigurðardóttir and Sigurður Guðmundsson have certain features in common. They are in a sense lyrical performance art, of which the photograph is the documentation. We have no knowledge, however, of what happened to the shoes, bread, books, turf and rocks in Sigurður’s Mountain from 19801982. The artist himself is still among us, but in the end he will return to earth, as we all will. Katrín addresses questions of beginnings and endings, the time of all that is, and she juxtaposes the human lifespan with that of the earth, or minerals. Sourcing clay from Búðardalur in west Iceland, she moulded it into blocks or bricks, which she returned to the earth in the USA and Africa, as indicated in the placenames in the titles of the works: Lansing, Michigan and Rabat in Morocco. Thereby she references migration: Icelandic emigration to the New World in the 19th century, and the forced transportation of Icelanders to North Africa by Barbary pirates in the 17th century. All that we take from the earth returns to it, as we do ourselves, and the question is: does it matter where that happens? In the matter itself lies history, and the artist here picks her way between geology and archaeology. She called works from this series the Namesake project, referencing the north American tradition of using placenames from the old country in naming places in the New World, such as New Amsterdam, Ithaca, Reykjavík. For a brief moment, before the matter is once more absorbed by the earth in a new location, the artist stacks it up systematically and documents it on film. The first works in the series were shown in 2018 at the FRONT triennale in Cleveland, USA. In 2019 Katrín made two new works in the Namesake series, referring to Lansing and Rabat, which were purchased by the National Gallery of Iceland. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.