Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSuðupottur, f. sjúkarh.verkfæri

StaðurLagarás 14
ByggðaheitiEgilsstaðir
Sveitarfélag 1950Egilsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla (7600) (Ísland)
LandÍsland

GefandiÞorsteinn Sigurðsson 1914-1997
NotandiÞorsteinn Sigurðsson 1914-1997

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1996-169
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð19 x 37 x 24 cm
EfniPlast, Stál

Lýsing

Suðupottur til að hreinsa lækningaáhöld. Tengdur við rafmagn. Ofan í honum er grind sem áhöldin voru lögð á og þau síðan soðin í vatni. Á hlið pottsins er sveif sem lyftir grindinni upp úr vatninu. Þannig var hægt að láta áhöldin þorna að hreinsun lokinni án þess að komið væri við þau. Á framhlið pottsins er snúningstakki til að stilla hita. Stillingarnar eru: low (til vinstri), off (uppi), high (til hægri) og medium (niðri). Á pottinum stendur: "London SES England". Notaður af Þorsteini Sigurðssyni, lækni en hann fæddist á Útnyrðingsstöðum á Völlum 15.05.1914. Hann lærði læknisfræði við H.Í. og fluttist á Djúpavog 1948. Árið 1954 fluttist hann til Egilsstaða og tók við störfum sem Héraðslæknir í Norður-Egilsstaðahéraði. Þorsteinn lét af störfum 1984, þá sjötugur að aldri.

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.