LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKniplbretti
Ártal1920-1930

StaðurSandur 1
ByggðaheitiAðaldalur
Sveitarfélag 1950Aðaldælahreppur
Núv. sveitarfélagAðaldælahreppur
SýslaS-Þingeyjarsýsla
LandÍsland

GefandiSigurbjörg Sigurjónsdóttir 1904-1998
NotandiHólmfríður Friðjónsdóttir 1872-1954

Nánari upplýsingar

Númer709
AðalskráMunur
UndirskráByggðasafn S-Þingeyinga
Stærð51 x 21,5 x 10 cm
EfniKlæði, Viður

Lýsing

Kniplingabretti (borð) og púði. Kom úr dánarbúi Hólmfríðar Friðjónsdóttur frá Sandi og var hennar eign. Borðið hálfmánalaga, 51 cm lengd (beina röðin), 34 cm á breidd. Í beinu röðina er skarð, 10 cm djúpt og 21.5 cm á breidd. Í því er vals, u.þ.b. 10 cm í þvermál með tannhjól á öðrum enda og nemur járnfjöðrin við tennurnar, sem varna því að hann snúist nema til einnar áttar. Valsinn úr tré en stoppaður hampi á milli snúða og fóðraður þar með klæði. Borðinu er ætlað að standa (liggja) á borði og snýr þá púðinn upp og valsinn frá þeim sem kniplar.

Þetta aðfang er varðveitt hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga. Miðstöðin er regnhlíf yfir margs konar starfsemi og söfn, m.a. Byggðasöfn Suður- og Norður-Þingeyinga. Munir eru um 7 þúsund og er stærsti hlutinn skráður í Sarp. Engar myndir hafa verið settar inn í Sarp og texti er ekki prófarkalesinn. Mikil vinna hefur verið lögð í að yfirfara geymslur og sýningar safnsins að undanförnu með því markmiði að skrá og mynda alla muni.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.