LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKista, Verkfærakista

Núv. sveitarfélagHúnavatnshreppur
SýslaA-Húnavatnssýsla
LandÍsland

GefandiEðvarð Hallgrímson

Nánari upplýsingar

Númer2018-1-93
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniTré
TækniTrésmíði

Lýsing

Verkfærakista sem var full af smíðaverkfærum, en nánast öll verkfærin sem merkt eru með skráningarnúmerunum 2018-1- eru úr þessari kistu.

Móðurbróðir gefanda, Guðmundur Bergmann Jónasson (1909-1987) átti verkfærin. Guðmundur þessi, rak trésmíðaverkstæði frá Stóru-Giljá um 1967 ásamt föður sínum, Jónasi Bergmann Björnssyni (1876-1952) en þeir voru einnig við húsasmíði víða í Húnavatnssýslu.
Jónas flutti að Stóru-Giljá um 1930 frá Marðarnúpi í Vatnsdal þar sem að hann hafði ekki nægt rafmagn þar til að knýja trésmíðavélar sínar. Jónas var fyrsti nemandi í húsasmíði hjá Trésmiðjunni Völundi í Reykjavík. 

Kista þessi kom frá Marðarnúpi ásamt smíðatólum að Stóru-Giljá síðan Jónas var þar í byggingarstörfum ýmiskonar ásamt föður sínum, Birni Leví Guðmundssyni (1834-1927). Kistan og smíðatólin hafa sennilega fylgt Birni Leví úr búi Guðmundar Guðmundssonar smiðs (1792-1867) bónda á Síðu í Víðidal.

Þetta aðfang er í Byggðasafninu á Reykjum.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.