LeitaVinsamlega sýnið biðlund
MyndefniFjall, NO, Skonnorta, Strönd
Ártal1907

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerKORT-510
AðalskráMynd
UndirskráÞjóðlífsmyndasafn
Stærð9 x 15 cm
GerðSvart/hvít pósitíf - Brúntónað, Póstkort - Svart/hvít ljósmynd

Lýsing

Artúer frá Mandal í Norge stendur á kortinu en textinn er víst ekki alveg réttur. Skipið heitir ekki Artúer, rétt nafn er Arthuer. Myndin er væntanlega tekin á Reyðarfirði í ágúst 1907 .Skipið kom þá um sumarið frá New York með 4200 tunnur af steinolíu til DDPA, (sem seinna fékk nafnið "Hið Íslenska Steinoliuhlutafélag"). 2000 tunnur voru settar á land í Reykjavík en 2200 á Eskifirði, þar sem hin aðal-olíubirgðastöð félagsins átti að vera. Þetta var fyrsti stóri olíufarmurinn sem kom til landsins. Frá Eskifirði fór skipið tómt til Noregs þar sem það tók niðri, og sökk síðan 4. september 1907.Skipið sjálft var barkskip, smíðað úr járni í Newcastle 1876, mældist 777 brúttórúmlestir en 718 nettó. Seglskip þessa tíma báru talsvert meira en uppgefin lestatala sagði til um. Skipið var fyrst í Belgískri eigu, og hét William Engels til 1891 þegar það var selt til Þýskalands þar sem það fékk nafnið Kathinka. Í apríl 1903 keypti P. L. Möller í Mandal skipið og gaf því nafnið Arthur. 

Þetta aðfang er í Skógasafni. Heildarfjöldi gripa í safninu er um 15.000. Um 10.000 gripir hafa verið skráðir í Sarp sem er um 70% safnkostsins. Um er að ræða fullnaðar-skráningu án mynda og upplýsinga um geymslustað. Jafnframt er ætlunin að skrá geymslustað og ljósmynda gripi og setja inn í Sarp. Það er ærið verk og ræðst af fjárhagsstöðu safnsins. Um 5.000 ljósmyndir hafa verið handskráðar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.