Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÓlöf Nordal 1961-
VerkheitiDas Experiment Island I
Ártal2012

GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
Stærð90 x 135 cm
Eintak/Upplag1/3

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-9435
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniLjósmynd
Aðferð Ljósmyndun
HöfundarétturMyndstef , Ólöf Nordal 1961-

Sýningartexti

Á síðari hluta 20. aldar voru stundaðar viðamiklar mannfræðirannsóknir á líkamsgerð Íslendinga. Mælingarnar voru gerðar að frumkvæði mannfræðingsins dr. Jens Ó.P. Pálssonar. Fyrir vikið er til safn rannsóknargagna um tugþúsundir Íslendinga. Í sýna- og gagnasafninu má finna mælingar á líkamshæð, bol, útlimum, höfði, andliti, þyngd og húðfitu. Einnig var athugað og flokkað sköpulag andlits, nefs, ennis, hnakka, höfuðs, höku og eyrna; ákvarðaður hára- og augnalitur, tekin fingraför og lófalínur; blóðflokkar greindir og fleiri erfðaeinkenni könnuð, t.d. bragðhæfni, örvhendi, litaskyn o.fl. Hársýnum var safnað og ljósmyndir teknar af þeim sem rannsakaðir voru. Einnig voru skráðar ættir, stétt og búseta fólks. Das Experiment Island er heiti á einum af fjölmörgum fyrirlestrum sem Jens hélt um íslenska kynstofninn erlendis. Gagnasafnið er nú í vörslu Háskóla Íslands.

In the second half of the 20th century, extensive anthropological studies of Icelanders’ physique were conducted. The research was supervised by anthropologist Dr. Jens Ó. P. Pálsson. Left behind is an enormous quantity of data describing tens of thousands of Icelanders. The database he assembled contains measurements of height, torso girth, limbs, head, face, weight, and fattiness of the skin. Investigation and classification of the shapes of the face, nose, forehead, cranium, head, chin, and ears was also conducted; hair and eye colour determined; fingerprints and palm lines recorded; and blood groups and other inherited characteristics analyzed, including sense of taste, left-handedness, and colour-blindness. Hair samples were collected and photographs taken of the study subjects, and their family lineage, profession, and place of residence noted. Das Experiment Island was the title of one of a number of lectures that Jens gave about the Icelandic ethnic group abroad. The database is now preserved by the University of Iceland. RP


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.