LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantarLandfræðileg staðsetning


HeitiTóbaksponta
Ártal1900-1950

StaðurFaxatorg
ByggðaheitiSauðárkrókur
Sveitarfélag 1950Sauðárkrókur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2988/1997-971
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð13,2 x 4,8 cm
EfniHorn, Járn, Silfur
TækniTækni,Málmsmíði,Silfursmíði

Lýsing

Tóbaksponta úr horni og silfri. Lengd alls 13,2 cm. Nokkuð sporöskjulaga, mesta þvermál 4,8 cm. Efri hluti pontunnar er úr silfri og til að þétta tappann er bandspotta snúið um hann svo hann tolli fastur á sínum stað, tappinn er nú töluvert laskaður, lengd 3,9 cm.

Keðjan er úr járni og festingar líka, 12 cm löng. Keðjan hefur slitnað og er viðgerðin nokkuð hroðvirknislega gerð. Til að festa silfrið við hornið eru boruð göt og eirvír og járnvír er stungið þar í og vafið um hornið og myndast við það nokkkurs konar net. Botninn á pontunni er hornskífa, nokkuð dekkri en pontan sjálf, fest með silfurtöppum. Tappi er neðan á pontunni til áfyllingar, 1,3 cm í þvermál úr silfri, merkur, grafið í hann stafurinn M.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.