Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, húsmunur, Kistill, + hlutv.

StaðurKolgröf
Annað staðarheitiKollgröf
ByggðaheitiEfribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

NotandiJóhanna Jóhannesdóttir

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-3772/2002-72
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð35,7 x 20,3 x 22,5 cm
EfniFura
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Kistill úr furu. Lengd 35,7 cm, breidd 20,3 cm og hæð 22,5 cm. Ólitaður en lakkaður að utan. Handraði með loki er vinstra megin í kistlinum. Lokið er sprungið langsum. Á því eru renndir listar sem mynda ramma um munsturfjöl sem negld er á lokið.

Á fjölinni eru fjórir minni og einn stærri höfðaletursstafir fremur gróflega skornir. Í miðju og stærst er S. Vinstra megin við það eru stafirnir u og a. Hægra megin g? og m?. Enginn veit hver skar, né fyrir hvern, eða við hvern stafirnir eiga.

Kistillinn er viðgerður, sprunginn að framan og aftan, með spjaldi á hornum. Geirneglingin er dálítið sérstök. Annars vegar, til vinstri eru ferkantaðar neglingar, en til hægri þríhyrntar, venjulegar. Látúnshjarir eru á loki og baki. Járnspjald er fyrir lásnum og klinka með krók úr járni. Lauf fyrir lykilinn er úr messing.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.