Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiIlleppur, Illeppar, Sauðskinnsskór, Skór
Ártal1992

StaðurLaugarbakkar
ByggðaheitiNeðribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiSigríður Helgadóttir
GefandiSigríður Helgadóttir 1906-1999

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-1563/1993-33-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð26,5 cm
EfniSauðskinn
TækniTækni,Skinnaiðn,Leðuriðja

Lýsing

Sauðskinnskór úr svörtu leðri með hvítum leðurbryddingum. Í skónum eru illeppar úr mórauðri ull með áttablaðarós, hvítri, grárri og svartri en utan um leppinn er kappmellað með hvítu. Þeir eru prjónaðir með garðaprjóni eins og tíðkaðist áður fyrr. Sigríður Jónína Helgadóttir frá Laugarbökkum (f. 1906) gerði þessa skó fyrir safnið 1992. Þeir eru alveg eins og skórnir sem hún sjálf gekk í þegar hún var ung.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.