Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiBorðbúnaður, Diskur
Ártal1800-1850

StaðurLýtingsstaðir
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiAndrés H. Valberg 1919-2002
NotandiGuðmundur Stefánsson 1879-1959

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-2408/1997-381
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð27 x 6 cm
EfniFura
TækniTækni,Rennismíði

Lýsing

Diskur (djúpur) úr furu, renndur, strikaður að neðanverðu. Þvm. 27 cm. Hæð 5-6 cm. Tvíbrotinn og spengdur saman með bómullarspottum. Einn hlutinn laus. Um þennan grip segir gefandi Andrés H. Valberg: „Diskurinn mun vera forn, síðasti eigandi hans var Guðmundur Stefánsson bóndi og smiður frá Lýtingsstöðum í Tungusveit (f. 1879). Þegar hann fluttist frá Sauðárkróki til Reykjavíkur var uppboð á eigum hans þar keypti ég diskinn. Einhvern tíma hefur hann sprungið og verið boraður og saumaður saman...".

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.