Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiÚtskurður, Þilkista
Ártal1830-1870

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Hlutinn gerðiHjálmar Jónsson
GefandiÁrni Sveinsson 1892-1965
NotandiMargrét Pálsdóttir 1820-1890

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-48
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð29 x 13 x 29 cm
EfniFura
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Þilkistan er úr furu, hæð 29 cm, lengd um 29 cm, breidd 13 cm. Framhliðin er mun lægri en bakið, um 17,5 cm. Kistan er opin að ofan og þar er hirsla fyrir smádót. Gaflar eru bogasagaðir og efst á baki gat til að hengja kistuna á nagla. Neðst í henni er lítil skúffa. Framhliðin er öll útskorin, tveir teinungar vaxa upp frá miðju og sveigjast út til hliðanna. Efst í miðju er einskonar liljublað og undir því líkast hjarta og er skurðurinn sammiðja.

Á skúffuna er skorið með latneskum skrifstöfum M P D A og enda stafkrókarnir í liljum og teinungum. Utan um skurðinn eru ávalir listar, nema að ofan. Kistan er ómáluð, önnur hliðin nokkuð rifin, efri fjölin í framhliðinni er sprungin og minni parturinn festur með járnnöglum, en annars er kistan trénegld.

Kistan er talin vera gerð af Hjálmari Jónssyni skáldi frá Bólu. Hún kemur frrá Árna Sveinssyni á Kálfsstöðum, 1942.

Viðbót: Ólafur Sigurðsson (1822 - 1884) bóndi í Langhúsum í Viðvíkursveit lét smíða kistuna handa konu sinni Margréti Pálsdóttur (1820 - 1890) snemma á þeirra búskaparárum. Eftir hana eignaðist kistuna Helga dóttir þeirra, sem bjó á Litla-Hóli í Viðvíkursveit. Sigurjón Sveinsson frá Byrgisskarði endurtók þetta við skrásetjara nýlega (Sigríður Sigurðardóttir 11.11.2002), en hann hafði sagt það áður við Kristján Runólfs sem ritaði það hjá sér. Hann sagði og að Margrét Pálsdóttir hefði einnig átt útskorna rúmfjöl sem skorin var af sauðamanni í Viðvík og voru upphafsstafir hennar, MPD, á fjölinni.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.