Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiFatageymsla, Fatakista, Hirsla, húsmunur, Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Skrautmálun
Ártal1800-1850

StaðurUppsalir
ByggðaheitiBlönduhlíð
Sveitarfélag 1950Akrahreppur
Núv. sveitarfélagAkrahreppur* (ekki lengur núv. sveitarfél.)
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-412
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð47,5 x 105 x 49 cm
EfniFura, Járn, Málning/Litur
TækniTækni,Trésmíði,Geirnegling

Lýsing

Kista úr furu, geirnegld á hornum. Kassinn er 47,5 x 105 cm efst og mjókkar niður. Hæðin á lokbrún er um 49 cm. Lokið er kúpt og nær út fyrir hliðar og gafla. Á göflum eru járnhöldur og skráarlaufið er einnig úr járni, tígullaga. Kistan er grænmáluð, svartar rendur á hornum og lokendum, og á framhliðinni er dökkgrænn laufsveigur er liggur í stórum boga, og á honum þrjár rauðleitar rósir. Af miðju lokinu er málningin mjög fallin, en þar sjást dökkgrænar, gular, svartar og rauðar litaleifar, sem óvíst er þó að tilheyri upphaflegu skrauti. Kistan er erlend, líklega norsk og frá síðustu öld. Lamirnar eru brotnar og skrána vantar svo og handraðann, sem verið hefur til vinstri, en lok hans er þó í enn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.