Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar



Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, húsmunur, Kistill, + hlutv., Skrautmálun, Útskurður
Ártal1753

StaðurSyðri-Hofdalir
Annað staðarheitiHofdalir
ByggðaheitiHofsstaðabyggð
Sveitarfélag 1950Viðvíkurhreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiJónas Jónasson 1856-1918

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-133
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð24,8 x 15,3 x 16 cm
EfniFura, Látún, Málning/Litur
TækniTækni,Útskurður

Lýsing

Kistill úr furu, 15,3 cm x 24,8 cm og 16 cm hár. Trénegldur. Lokið nær út fyrir gaflana, nema að framan. Lamir eru úr látúni og látúnsvír á milli lamahlutanna, en læsingarkrók vantar. Kistillinn er allur útskorinn. Meðfram langörmum loksins er líkast tvinnuðu bandi og við endana svipað mynstur og báruband yst.

Á mitt lokið er skorið með höfðaletri: gudbiörg hallgri / mn sdotter / æ þ / ennan kistil

Á fram- og bakhlið eru skornir laufteinungar yst og innan við þá ferhyrndir leturfletir og er á framhlið skorið með latneskum upphafsstöfum:

IEG + BEFEL  ÞIG + / AVDARLIN + E / INVM + OG +  

og á afturhlið, nema þar eru stafirnir upphleyptir:

ÞRIGVDE .  ÖLL .SI / E. FAR / SÆL. ÆTI / D.L. I.F. ANO 1753

Á vinstra gaflinn eru skornir tveir hringir og ferhyrningur með krossi í, á hægri gaflinn gyðingastjarna.

Kistillinn er allur málaður, brúnir og leturfletir rautt, blaðteinungur og bekkir bláir, og gaflar rauðir og bláir. Lokið er blátt að neðan og þar málaðir tveir gulir og rauðir sammiðja hringir með svörtum og gulum laufteinungum og milli þerra og innan í þeim. Efst er rauður og gulur túlípani og í miðjunni er málað með gulum og rauðum upphafsstöfum: H S D (fangamark konu), og undir með rauðu og gulu, ártalið 1804, og hefur kistillinn sennilega allur verið málaður þá.

Kistillinn er allvel gerður og hinn besti gripur, en málningin er nokkuð máð af loki, og örlítið er lappað við bakfjölina. 

Kistillinn er frá Jónasi Jónassyni, Hofdölum en óvíst hvenær kistillinn kom til safnsins.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.