LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiHirsla, húsmunur, Húsgagnasmíði, Kista, + hlutv., Skjalahirsla
Ártal1726

StaðurReynistaður
ByggðaheitiSæmundarhlíð
Sveitarfélag 1950Staðarhreppur Skag.
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

NotandiBenedikt Sveinsson 1826-1899, Benedikt Vídalín Halldórsson 1774-1821, Einar Benediktsson 1864-1940, Einar Stefánsson 1807-1871, Halldór Vídalín Bjarnason 1736-1801, Katrín Einarsdóttir 1843-1914, Ragnheiður Benediktsdóttir 1802-1871, Ragnheiður Einarsdóttir 1742-1814

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-716
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð148 x 65 x 80 cm
EfniEik, Málmur
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Skjala- og bókakista Reynistaðaklaustursumboðs. Lengd 148 cm, breidd að ofan 65 cm, að neðan 60 cm, hliðarhæð 75 cm og hæðin um miðjan gafl 80 cm. Af hæðinni er lokið 12 cm að hæð á hlið og 17 cm á gafli. Kistan er úr dökkri eik, með ögn kúpt lok, úr mjög breiðum borðum (39-54 cm breiðum, 3 cm þykkum). Fimm úthöggnar gjarðir úr málmblöndu umlykja kistuna. Gjarðir mynda kross á göflum og fyrir miðjum göflunum eru sverar og sterkar höldur, mjög vandaðar að frágangi öllum, gildar um miðju. Undir gjörðunum er eltiskinn eða sútað skinn til hlífðar viðnum, og saumur er á gjörðunum með kúptum haus. 

Fyrir miðju framan á lokinu er sívalur málmtindur og er lokinu lyft með honum, lokið er slétt að innan en festur er krókur á öðrum gafli innanverðum til að bera uppi þunga loksins þegar kistan er opnuð. Skráin er stór, margbrotin og vönduð með þremur læsingarjárnum. Við skrána stendur: Anno 1726, og bókstafirnir ECDA, einnig er „rósa útflúr” á henni ofanverðri. Lykillinn er óvenjustór og vandaður, 17 cm langur og haldið er 9 cm breitt. Hann er úr járni með krossskerðingu í miðju skeggi.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.