LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-9
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,5 x 12,5 cm
EfniSilki
TækniÚtsaumur

Lýsing

Útsaumaður hvítur silkipoki vélsaumaður og faldaður efst. Á hann er saumað fiðrildi með rauðu garni. Við enda vængjanna er perlusaumur þar sem pallíettur eru festar eru með agnarsmáum gormum ofan á. Búkur fiðrildisins er vír baldýraður með upp á snúnum koparlituðum vír. Einnig eru vængir fiðrildisins sem eru næst búknum og endar fálmaranna vír baldýraðir. Pokinn er lokaður með einföldum vír koparlituðum spotta sem er saumaður í pokann sjálfann og lokar faldinum.

Öskupokinn hefur lagst saman og farið að sjá á silkinu þar sem brotið er og byrjað að fara í sundur. Öskupokinn er einnig farinn í sundur í brotinu í botninum.

 

Allir munir númer þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980) klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana