LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-7
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð14 x 9 cm
EfniSilki
TækniHandmálun

Lýsing

 Málaður rauður öskupoki, vélsaumaður og faldaður efst. Efnið lagt saman og saumað saman á báðum hliðum einnig hefur verið faldaður að ofan. Á pokann er málaður „djöfull“ eða púki í svörtum fötum, buxurnar eru stuttar og sýna háruga leggi og oddmjóir skór þar sem táin brettist upp. Hann er með oddmjó eyru, tvö horn, hala og stórar klær. Einnig er hann reykjandi pípu. Pokinn er lokaður með bleikum snúnum þráð sem stunginn er í gegnum efnið. Við þráðinn er svo gömul næla enn föst við.
Inn í pokanum er lítill miði, á hann er skrifað „af djöflum fyllist veröld víð!“ með stórum stöfum. Aftan á miðanum stendur með litlum stöfum „veri með oss á hverri tíð!“

Allir munir númer þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980) klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana