LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1927

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-6
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð11 x 8,5 cm
EfniSilki
TækniÚtsaumur

Lýsing

Útsaumaður fjólublár silkipoki vélsaumaður og faldaður efst. Efnið hefur verið lagt saman þannig að aðeins hefur þurft að sauma saman öðrum megin og svo í botninn. Aðeins er útsaumur einum megin á þessum öskupoka. Ártalið 1927 saumað með appelsínugulum þræði og á milli „19“ og „27“ er stórt spurningarmerki með sama þræði. Bak við spurningarmerkið er útsaumuð blómamynd, mikið af grænum laufum og 2 ljósblá blóm. Pokanum er lokað með einföldum appelsínugulum þræði sem stungið er í gegnum efnið. Sami þráður festir faldinn.

 

Allir munir númer þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans Ólafs Daníelsson (f. 1905, d. 1980) klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana