LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiÖskupoki
Ártal1925-1935

LandÍsland

Hlutinn gerðiÓlafur Daníelsson
GefandiJóhann Björn Ævarsson 1963-
NotandiÓlafur Daníelsson 1905-1980

Nánari upplýsingar

Númer2019-82-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð15,5 x 10,6 cm
EfniSilki
TækniÚtsaumur

Lýsing

Útsaumaður hvítur silkipoki vélsaumaður og faldaður efst. Efnið hefur verið lagt saman svo að aðeins hefur þurft að sauma pokann saman öðrum megin og svo í botninn. Aftan á pokanum er fangamarkið „Ó D“ sem er saumað með gulum þræði. Aftan á er útsaumuð mynd af rauðu tvinnakefli með gulum þræði sem hringar sig um það og endinn er þræddur upp á nál. Fyrir framan tvinnakeflið er mynd af skærum. Faldurinn er festur með gulum þræði sem saumað með lóðréttum sporum og hafa verið einnig notuð sem festingar fyrir strenginn sem lokar pokanum. Pokanum er lokað með rauðum og gulum spotta sem búið er að snúa saman í einn og er bundinn samann í hnút. Neðst er búið að handsauma á öskupokann hvítt kögur.

 

Allir munir númer þjms. 2019-82 koma frá sama gefanda og voru í eigu afa hans Ólafs Daníelsson (f. 1905, d.1980) klæðskerameistara á Akureyri. Hann vann á saumastofu Gefjunar.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana