LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBlóðþrýstingsmælir

StaðurLagarás 17
ByggðaheitiEgilsstaðir
Sveitarfélag 1950Egilsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaS-Múlasýsla
LandÍsland

GefandiHeilbrigðisstofnun austurlands
NotandiHeilbrigðisstofnun austurlands

Nánari upplýsingar

NúmerMA/2019-211
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð11 x 35 cm
EfniGler, Málmur, Stál

Lýsing

Blóðþrýstingmælir (kvikasilfursmælir) í gráum málmkassa merktum ERKAMETER. Lok kassans er með lömum á öðrum endanum. Sjálfur blóðþrýstingsmælirinn er festur á neðri hlið loksins þannig að þegar lokinu er lyft stendur mælirinn lóðréttur. Á lokinu við hliðina á mælinum er áletrun: Sphygmomanometer / 300 / ERKAMETER / Made in Germany. Botn kassans er svartur og rifflaður. Í miðju hans er kringlótt merki með áletruninni ORGINAL / ERKA. Við mælinn er föst græn slanga úr gúmmíi sem liggur í grátt armband sem sett er utan um upphandlegginn þegar blóðþrýstingur er mældur. Í armbandið er saumað ljósgrátt merki með áletruninni ORGINAL / ERKA / GERMANY. Á öðrum enda armbandsins er silfurlitaður krókur og í armbandið sjálft eru saumaðar tíu silfurstangir með u.þ.b. 2 cm millibili. Þegar armbandið er sett utanum upphandlegginn er króknum krækt í eina stöngina. Úr armbandinu liggur græn gúmmíslanga í grænan lófastóran belg úr sama efni sem notaður er til að auka þrýstinginn í armbandinu. Á belgnum er silfurlitaður hnappur til að létta á þrýstingnum að mælingu lokinni. Innan í armbandinu er gúmmíefni sem slöngurnar tengjast við. Mælinum fylgir ábyrgðarskírteini og leiðbeiningabæklingur á fjórum tungumálum.  

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.