Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiBorðbúnaður, Skál, óþ. hlutv.
Ártal1740-1780

StaðurHóll
ByggðaheitiTungusveit
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSkagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiRagnheiður Elín Pálsdóttir 1896-1982
NotandiJón Teitsson 1716-1781, Ragnheiður Elín Pálsdóttir 1896-1982

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-633
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð15,6 x 28,4 cm
EfniLeir
TækniTækni,Málun

Lýsing

Leirskál, hvít með skrautröndum og marglitum blómum. Hún er um 15,6 cm há, 28-28,4 cm í þvermál efst, 11,3 cm djúp og stéttin 15,6-15,7 cm í þvermál. Á henni er venjulegt skálarlag.

Á brún stéttarinnar, skálabörmunum, - hliðunum og - botninum eru fjólubláar rendur, og slær á þær gylltum blæ, og bæði utan og innan á skálinni eru laufmynstur allt um kring, græn og blá blöð og fíngerðari blöð og vafningar á milli. Þetta er einnig fjólublátt að lit með gylltum blæ.

Neðan á botninn er greypt orðið SEWALI (?) og talan þrír undir. Kvarnað er úr brúnum stéttarinnar á tveimur stöðum og botninn er dálítið máður orðinn. 

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.